Adam Beyer tileinkaði sér fljótt heillandi heim taktsins. Eftir að hafa spilað á trommur sem táningur beindist þráhyggjan hans plötuspilurunum. Árið 1990 keypti hann sér sitt fyrsta par af plötuspilurum og byrjaði að mixa saman vítt svið af hipp hoppi, hiphouse, acid og techno í partýum og klúbbum í nágreni við hann. Hann lærði fljótt að blanda saman tónlistinni sem hann var að spila á úthugsaðan og hnitmiðaðan hátt, hæfileiki sem hefur nú þróast og orðið að vörumerkinu hans. Árið 1992 kynnti skólafélagi Adams, Peter Benisch, fyrir honum samplerinn, ári seinna fengu þeir sinn fyrsta plötusamning við Direct Drive sem var staðsett í New York. Eftir að hafa klárað skóla árið 1995 byrjaði Adam að vinna í plötubúðinni Planer Rhythm og að gefa út plötur undir ýmsum nöfnum og plötusnúðast um alla skandenavíu.
Adam Beyer staðsetur Drumcodes 1 (Planet Rhythm 1995) sem fyrstu plötuna sem skilgreinir stílinn hans; hart, riðmatískt og lúppu miðuð. Þessi 12” ber nafn framtíðar plötuútgáfufyrirtæki Adams og var fljótt fylgt eftir með hinni mikið lofaðri plötu Decoded (Planet Rhythm 1996). Þörfin hans fyrir að búa til hið fullkomna Dj-tól varð til þess að hann stofnaði útgáfufyrirtækið Drumcode og veitti það honum algjört tónlistalegt frelsi. Hugmyndafræðin á bakvið fyrirtækið og miklir tónlistarhæfileikar Adams þýddu að fyrirtækið naut mikillar velgengni. Eftir 6 útgáfur kom Adam á fót öðru útgáfufyrirtæki sem nefnist Code Red og miðaði það á aðeins mýkra techno. Code Red kláraði sína tíundu og síðustu útgáfu með plötunni Stand Down (Code Red 1999) sem var samansafn af endurgerðum lögum frá hinum ýmsu alþjóðlegum listamönnum.
Hæfileikar Adams Beyers sem tónlistarmanns veittu honum athygli hjá plötusnúðum um allan heim og fylgdu i kjölfarið bókanir hvaðan æfa úr heiminum. Upprisa hans sem tónlistarmaður er talinn vera einn helsti áhrifaþáttur í núverandi straumum og stefnum í sænsku technói. Hann bendir á að hljómbragur technós frá Stokkhólmi hefur verið bendlaður við vinanet hans í borginni og ýmsu samstarfi á milli hans, Joels Mulls og Cari Lekebusch. Eftir margar úgáfur og remix af ýmsum plötuútgáfufyrirtækjum gaf hann út plötuna Protechtion (Drumcode 1999). Á meðan að það flæddi yfir markaðinn einföldum lúppu miðuðu technói vann Adam Beyer að því að bæta uppbyggingu laga sem höfðu einkennt fyrri verk hans ásamt því að bæta inn melódísku strengjahljóði. Samt enn miðað á dansgólf klúbba.
Sama ár settu þeir Adam Beyer og Cari Lekebusch upp Live atriði í London sem varð samstundis umtalað. Atriðið vakti upp sterka tilfinningu um skapandi DJ sett á meðan dúettinn spilaði bak í bak og mixuðu saman tónlistarstílana sína.
Á meðan Drumcode einblíndi á sænska listamenn, með Remainings III (Drumcode 2001), kom Adam á fót nýrri en takmarkaðri seríu sem nefndist Halfseries (eða 20.5). Hún innihélt remix frá alþjóðlegum listamönnum ásamt uppkomandi sænskum listamönnum. Serían inniheldur tíu útgáfur og eitt loka safn.
Árið 2002 ákvað Adam Beyer að stofna nýja útgáfu, Truesoul, sem myndi hafi meira rými fyrir mikið fjölbreyttari stefnur. Truesoul byrjaði sem lokað internet spjall á milli vina í Stokkhólmi, og var hópurinn var stofnaður af Henrik Fagerberger. Nýja fyrirtækið var stofnað af Magnus EchhZll í Polyon, sem er hönnunarstúdíó í Stokkhólmi og hannar einnig plötualbúm. Truesoul er innblásið af tuttugu ára hlustun á elekróníska tónlist og einblínir á óhlutbundin verk og plötur í fullri lengd.
Hnitmiðaður DJ stíll Adams Beyers og frjáls tónlistarstíll hans hefur komið honum í fremstu röð techno listamanna þar sem hann heldur áfram að gefa út plötur og spila í klúbbum um allan heim og þrátt fyrir ungan aldur varð Adam Beyer leiðandi á sínu sviði.