Mæli með að öllum sem langar að kíkja út í sumar skelli sér í þennan pakka !

Hér fyrir neðan kemur fréttatilkynningin :

-

Reykjavik.com stendur fyrir alvöru djammferð til Benidorm 27. júní til 4. júlí, í samvinnu við Eurocard Atlas og Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Ferðin snýst einfaldlega um sól, strandlíf og næturlíf sem á ekki sinn líka í Evrópu. Ekki verða seld nema 25 sæti í ferðina og því um að gera hafa snarar hendur. Það kostar aðeins 39.990 krónur (með Atlas ávísun) að skella sér með. Innifalið í verðinu er flug, skattar, hótel, ferðir til og frá flugvellinum á Spáni og fararstjórn.

Eins og fjölmargir Íslendingar ættu að vita er Benidorm frábær staður fyrir þá sem sækja í djamm og sól, enda er hann með vinsælustu áfangastöðum þjóðarinnar sumar eftir sumar. Þarna eru strendurnar hvítari og næturlífið heitara. Meðal þess sem Benidorm hefur upp á að bjóða eru KM og Pacha, einhverjir stærstu næturklúbbar Evrópu, ásamt aragrúa annara næturklúbba og pöbba. Utan borgarmarkanna leynast heilu diskó kjarnarnir. Sólin skín að meðaltali 305 daga á ári á Benidorm, verðlagið er með því hagkvæmasta sem gerist á Spáni og þar er mikið úrval stórgóðra veitinghúsa.

Hótel: Gist verður á Portofino II, sem staðsett er í miðbæum og er aðeins 150 metrar frá stöndinni. Hvert herbergi inniheldur svefnherbergi, stofu, eldhús og svölum með útsýni yfir hafið. Í hótelinu er sundlaug og kaffihús.

Helstu klúbbar: Ministry of Sound, Slinky, Tonic, KM, Penelopes, Ku, Pacha, Hippodrome, Beachcomber, Bahamas, Red Dog og Stardust

Helstu barir: Bananas Beach Bar, KM bar, Ku bar, Penelope’s bar og Racha Disco Bar Café

Annað: Aqualandia vatnalandið, Terra Mitica annar stærsti skemmtigarður Evrópu og að sjálfsögðu allskyns túrista vitleysa eins og köfunar-, fjalla-, jeppa- og sjóskíðaferðir, möguleikinn á að láta draga sig í fallhlíf, go cart braut o.s.frv. Lestarferðir til Alicanterborgar og rútuferðir til Barcelona og Madrida