
Leaf er þó ekki að spila á landinu í fyrsta sinn því kappinn heiðraði okkur með nærveru sinni á síðustu tveim Iceland Airwaves hátíðum þar sem hann hitaði upp fyrir John B (2003) og London Elektricity (2004). Kauði hefur verið lengi í bransanum og spilað á kvöldum með köppum á borð við Alex Reece, Dom & Roland og Krust. Social hefur spilað víða um Skandinavíu - meðal annars á Struktur kvöldum með Seba, Epsilon og Danny C. Það verða því brotnir taktar og Ikea húsgögn á næsta fastakvöldi Breakbeat.is á Pravda.
Breakbeat.is @ Pravda 3. ágúst kl. 21-01
Leaf | .se (Struktur)
Social | .se (Struktur)
Lelli | .is (Breakbeat.is)
Frítt inn til kl. 22:30 | 500 kr. eftir það
Sjáumst!