Látum okkur sjá…
Hvernig ég á að byrja þetta er kannski óþarfa pæling, sit hérna í aðgerðarleysi, hálf bölvandi þessu áhugamáli, sem er nú samt áhugamálið sem orsakar að ég skoða þessa síðu eitthvað. Aldrei greinar, aldrei greinar um tónlist, eitthvað svona annað en tónlistarviðburðarauglýsingar, aldrei greinar um eitthvað sem maður hefur aldrei heyrt, greinar um eitthvað áhugavert.
Aldrei er stórt hugtak, eiginlega óþarflega sterkt svosem, hér áðurfyrr þegar ég kom hingað voru oft áhugaverðar greinar um eitthvað sem maður kannaðist lítið jafnvel ekkert við.
Það voru tímar uppgötvana, og samt, tímar uppgötvanna eru vissulega til staðar, en bara… öðruvísi, eða eitthvað
Úff, þetta er nú meiri inngangurinn að þessu, en svona án þess að fara ritskoða sjálfan mig held ég að þetta hafi náð að lýsa hugarástandi mínu þokkalega og vonandi á einhvern hátt gert mér kleift að skrifa um viðfangsefni greinarinnar.
Viðfangsefni greinarinnar er tónlistarpródusentinn Nathan Fake.
Ég veit ekkert um Nathan Fake. Ég kynntist Nathan Fake bara einn góðann veðurdag, þegar ég var á rölti niðrí bæ, kýkti í þrumuna og bað Grétar um eitthvað sniðugt.
Af einhverjum ástæðum kom singull með Nathan Fake með mér heim. Kannski vegna þess að það var eitt lag sem mér fannst óhuggnarlega líkt Herbert.
Jæja. tími fyrir útúrdúr
Herbert
- mér finnst að allir ættu að taka sig til og hlusta á Around the house plötuna hans Herbert, þeir sem ekki hafa gert það allaveganna. Ein af mínum uppáhalds. Ég á enga uppáhalds.
Keypti hana blint einhverntíman fyrir laungu. Bara eitthvað svona “kaupi hana bara með” fílingur eitthvað. Kom heim, rendi yfir hana á örstundu, fílaði hana ekki rassgat, enginn stemming, ekkert grúv, leiðindi.
Rendi yfir hana aftur seinna meir, þá í aðeins afslappaðri stemmingu. Platan yndisleg. Er það ennþá.
Ætli útúrdúrnum sé þá ekki lokið…
Aftur að Nathan Fake. Kominn með þennan singul heim. Hann ber víst nafnið Dinamo. Gefinn út þetta árið, (þannig að viðfangsefnið er í sjálfum sér nýtt af nálinni þannig lagað ef fólk er eitthvað að stressa sig á þeim hlutunum).
Platan inniheldur 3 lög:
Dinamo
Undoing the laces
Coheed
Ég verð fyrir mitt leiti að segja strax að titlag plötunnar, Dinamo sé það sem kveikir í mér. Það byrjar á frekar svona funky takti (fyrrnefnd Herbert áhrif í algleymingi) og vindur sig svo upp í svona líka helvíti skemmtilegt grúv, með killer magnaða laglínu (sem ég get ekki einhvernveginn fegnið úr hausnum).
Ég nenni eiginlega ekki að tala um þetta lag, fólk ætti bara að dæma fyrir sjálft sig
http://www.nathanfake.co.uk/content/nfmusic/audioclips/dinamo.mp3
Undoing the laces er svona afturkvarf í acid tímana. Ég er að fýla þetta lag í botn, en get vel trúað því að anti-electro manneskjur gætu bent á það sem akkurat ástæðuna fyrir því að þær eru anti - electro. Þetta lag er bara magnað
Coheed - rólegt house einhvernveginn lag. Frekar svona furðulegur söngur, sem virðist í svona hálfgerðu aukahlutverki gerir lagið frekar áhugavert, leiðinlegt að segja það, en að mínu mati sísta lag plötunnar, en langt frá því að vera lélegt
En hver er þessi Nathan Fake eiginlega?
Örlítil upplýsingaöflun á veraldarvefnum gefur manni eftirfarandi staðreyndir:
Nathan Fake er nafn á enskum pilt á tvítugsaldrinum, sem hefur verið viðriðinn tónlist frá táningsaldri. Áhrifavaldar hans eru að eiginsögn “My friends, the birds, the trees, drugs”. Uppáhalds artistar hans eru Boards Of Canada, M83 og Ulrich Schnauss. Hann er ekki Dj…
þið getið lesið hér það litla sem stendur um hann á hans eiginn síðu:
http://www.nathanfake.co.uk/
Viðtal við kappann hér:
http://www.cooljunkie.com/interviews/nathan_fake_interview_3732.html
Nóg í bili, ef þið viljið dissa þessa grein, gerðið mér þá greiða og skrifið frekar aðra grein, betri :D
Takk fyrir mig