Eins og lesendur Breakbeat.is ættu nú þegar að vita þá verður júnímánuður tileinkaður gömlu og góðu tímunum í jungle, drum'n'bass, breakbeat og hardcore. Þá verður slegið upp tveimur kvöldum sem enginn heilvita maður ætti að láta framhjá sér fara.
Miðvikudaginn 1. júní (ath. breytta dagsetningu) verður haldið Rewind-kvöld á Pravda. Herlegheitin hefjast stundvíslega kl. 21 og þar verða engir aukvisar á ferðinni. Félagarnir Aggi Agzilla & Alfred More (mynd) munu stíga saman á stokk í fyrsta skipti í áraraðir og rifja upp gömlu góðu Elf19 tímana. Þeim til halds og traust verða engir aukvisar, því að félagarnir Reynir & Bjarki Sveins munu einnig grípa í spilarana.
Laugardaginn 11. júní heldur Breakbeat.is loksins Old Skool kvöld eftir tveggja ára hlé. Það mun fara fram á skemmtistaðnum Gauknum og hefst á miðnætti. Þar koma fram þrír af helstu old skool hardcore nöglum Íslandssögunnar. Þar ber fyrstan að nefna eiganda eins stærsta plötusafns landsins, Magga Lego, plötusnúningagoðsögn með meiru. Auk hans koma fram þeir Bjössi Brunahani, sem gerði allt vitlaust svo eftirminnilega á Sportkaffi árið 2002, og gamla kempan Frímann Psycho sem spilaði á síðasta old skool tjútti Breakbeat.is ásamt Bjössa sumarið 2003.
Breakbeat.is & Heineken kynna: NOSTALGÍA 2005!
Rewind! @ Pravda
Miðvikudaginn 1. júní kl. 21-01
AGZILLA B2B ALFRED MORE
REYNIR B2B BJARKI SVEINS
500 kr. inn | 18 ára aldurstakmark
Old Skool @ Gaukurinn
Laugardaginn 11. júní frá kl. 24
MAGGI LEGO
FRÍMANN PSYCHO
BJÖSSI BRUNAHANI
500 kr. inn til kl. 2 | 1000 kr. eftir kl. 2
20 ára aldurstakmark
www.breakbeat.is