Thomas P Heckman viðtal:
1. Hvað varð til þess að þú varst tónlistarmaður?
Thomas: Mér langaði altaf til þess að verða rokkstjarna, en svo endaði það í technoi og elekrónískri tónlist ;-)
2. Hvað hefur mótað þig mest í þínum tónsmíðum?
Thomas: Það er allt of mikið til þess að skrifa niður, en ég var endir miklum áhrifum af ýmissi elektrónískri tónlist á borð við Human League, DAF, John Foxx, Ultravox, Visage, Tangerine Dream, Klaus Schulze, Pink Floyd, 60’s, 70’s, og 80’s einnig.
3. Hvernig var að vinna að plötu með Carlos Peron (úr Yellow)? Var hann meira eða minna proffesional en þú áttir von á? Lærðirðu eitthvað?
Thomas: Það var meira eins og að vinna með gömlum góðum vini. Við skemmtum okkur bara og drukkum mikið rauðvín, hann var með opnari huga en margir aðrir yngri tónlistamenn sem ég hef unnið með. Það gæti verið meira efni væntanlegt…
4. Hvar varstu fæddur og uppalinn? Var þar góður jarðvegur fyrir techno?
Thomas: Ég er fæddur og uppalinn í Mainz sem er í u.þ.b. 40 km fjarlægð frá Frankfurt. Þar voru ágætis klúbbar á níunda áratugnum, ég var þar og sá fullt af hljómsveitum á þeim tíma. Rhein/Main svæðið var gott tónlistarlega séð.
5. Hvaða áhugamál áttu þér fyrir utan tónlist?
Thomas: Ég hef áhuga á kvikmyndum, bókum, leikföngum og bara hlutum sem allir aðrir hafa.
6. Ef þú hefðir ekki tónlistina, hvað hefðirðu þá að lifibrauði?
Thomas: Ég er kunnugur rafvirkjun og það myndi vera eitthvað í þá áttina.
7. Hvernig tónlist byrjaðirðu að semja?
Thomas: Fyrsta sem ég gerði um 1980 var á plast plötum og gömlum lófaleikjum. Það var meira eða minna heimskulegt dót, en það leiddi mig þangað sem ég er í dag ;-)
8. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10 ár?
Thomas: Vonandi einhverstaðar á ströndinni í sólinni ;ö)
9. Að hverju ertu að vinna núna? Og ef þú getur, lýstu því.
Thomas: Ég kláraði “Welt In Scherben” plötuna, sem verður gefin út í maí á 12” af Subwave, ég gagnræsti AFU merkið aftur og er að vinna að nýju efni daglega.
10. Hvert er þitt besta DJ sett?
Thomas: Þær eru of margar til þess að geta valið einhverja eina. Ég reyni alltaf að gera það besta sem ég get gert..
11. Ef þú gætir breytt einhverju einu í heiminum, hvað myndi það vera?
Thomas: Það væri æðislegt ef allir gætu verið hamingjusamir og öllum myndi semja betur. Ég held að það myndi breyta miklu.
12. Við hverju mega íslendingar búast 3ja júní?
Thomas: Það er eitthvað sem ég veit ekki einusinni ennþá ;-)
Sjáumst öll þar ;-)
Tekið af Exos, Þýtt af Olaf Hades!