Eins og mörgum snillingnum er ljóst fyrir þá hefur ný
íslensk heimasíða litið dagsins ljós.
Þetta er www.techno.is og hefur að geyma ýmislegt um
techno á Íslandi.

Til þess að fagna opnun og fæðingu þessarar heimasíðu
höfum við ákveðið að halda upp á þetta allt saman
föstudaginn 25.mars á Grandrokk!

Þetta eru einmitt páskar, nánar tiltekið föstudagurinn
langi.+

Dagskráin er eftirfarandi:

Tonik (Live)
Frank Murder (Live)
Dj Ricardo Cuellar (Substance)
Dj Aldís
Dj Grétar (Thunder recs)
Exos (do not sleep)
Tómas THX (Techno.is)

Tonik

Anton Kaldal Ágústsson er búinn að vera gera raftónlist í meira en 10 ár og mætti lýsa stílnum hans einhvern veginn á eftirfarandi hátt.Groovie ambient stylings with a dash of rawer techno rock outs. Tonik fékk mikið lof fyrir plötu sem hann gaf út er bar nafnið technotæfa.
Þannig að það verður áhugavert hvað kappinn mun sýna okkur 25 mars.

Frank Murder

Allir íslendingar með viti ættu að kannast við Þorgeir
Frímann Óðinsson öðru nanfi Frank Murder. Kappinn er
búinn að spila út um allt, remixa Speedy J og var að
gefa út stórkostlega plötu sem fáanleg er í 12 Tónum.
Kappinn hefur ekki spilað á Íslandi frá því um
airwaves hátiðina þannig að ekki missa af einum allra
fremmsta raftónlistarmanni þjóðarinnar.


Dj Ricardo Cuellar (Substance)

Dj Rikki hefur verið að gera allt klikkað á Substance
kvöldunum ásamt bróður sínum Dj Skara. Okkur er
einmitt sönn ánægja að hlýða á þennan frábæra
plötusnúð en um hann er hægt að lesa meira um á
www.techno.is

Dj Aldís.

Án efa einn áhugaverðasti dj landsins og um að ræða
besta kvennplötusnúð Reyjavíkur til þessa. Sorry en
málið er bara ekkert flóknara en það. Dj Aldís spilar
techno eins og það gerist best svo passið ykkur :)

Dj Grétar

Þennan kappa þarf nú ekki að kynna. í meira en 20 ár
hefur Grétar verið plötusnúður og verið í
aðalhlutverki í neðanjarðar danstónlistar geira
Íslands og myndar hljómsveitina Toybox með Úlfari
a.k.a Tactik.
Grétar sér um Þrumuna, eina sérverlsun Íslands fyrir
danstónslist.

Exos

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Exos mun einnig
troða upp á þessu kvöldi en hann var að stofna
plötuútgáfuna Do Not Sleep records sem inniheldur
endurhljóðblandanir frá Dj Rush, Cari Lekebusch og
Ksheii sem er 17 ára stórmerkilegt fyrirbæri. Fylgist
vel með www.exosmusic.com fyrir nánari upplýsingar.


Tómas THX

Tómas THX er annar helmingur 360° kvöldanna og
maðurinn á bak við www.techno.is ásamt því að vera
einn sá alllllra þéttasti techno plötusnúður Íslands.
Hann hefur þó ekki komið fram í nokkurn tíma og þeir
sem hafa áður séð hann spila á Grandrokk ættu að vita
hvað býður þeirra. Fyrir ykkur hin…tja..komið með
auka boli…og auka handklæði með ykkur.

Frekari upplýsingar um kvöldið verður að finna á
eftirfarandi síðum :

www.techno.is
www.exosmusic.com
www.grandrokk.is


25. Mars. 2005.

kl 23.00 - 04.30

Grandrokk