Bacardi kynnir:
Árslistakvöld Party Zone 2005.
- á NASA laugardagskvöldið 29.janúar

Árslistakvöldið verður ekki af verri endanum þetta árið, risakvöld á mælikvarða danssenunnar. “Læn uppið” er eftirfarandi: GUS GUS (live), þýsku ofurnýstirnin í Tiefschwarz og einn flottasti snúður landsins “The Don” Grétar G. Algjörlega skothelst og ferskt kvöld í uppsiglingu. Tilefnið er eins og ávallt árslisti Party Zone sem kynntur er fyrr um kvöldið á Rás 2.

Forsala hefst í Þrumunni, laugavegi 69 fimmtudaginn 20.janúar. Miðaverði er stillt í hóf og er 1.500 kr í forsölu og 2.000 um kvöldið. Tryggið ykkur forsölumiða í tíma og takið þátt í fyrsta stóra kvöldi danssenunnar árið 2005.



———————————
ATH! Um tilefnið.

Árslisti Dansþáttar þjóðarinnar, Party Zone, verður fluttur á Rás 2 laugardagskvöldið 29.janúar kl 19:30 - 24:00 (í extra löngum þætti að vanda). Þetta er ávallt stærsti Party Zone þáttur ársins en þá verða flutt 50 bestu lög danstónlistarinnar fyrir árið 2004 og byggir listinn á vali flestra þeirra plötusnúða landsins sem eitthvað kveður að, hlustenda og síðan á pz listum ársins sem hafa verið kynntir mánaðarlega. Öllum sem hafa áhuga er bent á að setja lista sína hér inn eða senda þá á pz@isl.is.

Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, er á dagskrá Rásar 2, öll laugardagskvöld, milli kl 19:30 – 22:00. Ný vefsíða þáttarins fer í loftið þann 22.janúar. www.pz.is Það stendur til að halda áfram að flytja inn gæða listamenn og plötusnúða og halda kvöld á stærri og minni stöðum. Með vorinu er jafnvel von á óvæntum glaðningi í útgáfumálum þáttarins. Fylgist því vel með Party Zone á þessu ári.

Kveðja, Helgi Már og Kristján Helgi
—————————
————————————————-
UM TIEFSCHWARZ

Það eru þýsku bræðurnir Alexander og Sebastian Schwarz sem stofnuðu Tiefschwarz árið 1996 en þeir skipuðu sveitina ásamt stúdíómanninum Peter Hoff í upphafi þó að þeir bræður séu tveir eftir núna. Þeir hafa einnig verið plötusnúðar í meira en áratug og hafa spilað um allan heim á þeim tíma. Tiefschwarz hafa verið mjög öflugir remixarar og hafa gert remix fyrir meðal annars Ultra Naté, Earth, Wind & Fire, Mousse T, Kelis, Jam & Spoon, Masters At Work og marga fleiri.
2001 gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu, RAL9005. Frábær hús plata sem fékk alls staðar mjög góða dóma og kom þeim virkilega á kortið. Þeir hafa síðan verið að þróa sinn hljóm enn frekar og hafa náð að skapa sinn eigin stíl í hús tónlistinni sem er mun dekkri heldur en þeir gerðu á breiðskífunni.
Sá stíll heyrist vel á mix/remix plötunni Misch Masch sem að þeir gáfu út síðla árs 2004 þar sem fyrri diskurinn er DJ mix frá þeim og seinni diskurinn er safn af nýlegum remixum sem þeir hafa gert. Ný breiðskífa þeirra félaga er væntanleg með vorinu og munu þeir án efa trylla lýðinn með þeirri tónlist á árslistakvöldinu. Fylgist með Party Zone næstu daga en þeir hyggjast spila extra mikið af þeim köppum í tilefni af komu þeirra.


————————————————-
FRÉTTIR af GUS GUS og Grétari

Það er alltaf viðburður þegar Gus Gus halda tónleika enda flaggskip íslenskrar raftónlistar á alþjóðavísu. Ekki skemmir að því til viðbótar er alltaf svaðalegt party í gangi þegar þeir eru á sviðinu. Ný breiðskífa hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og hafa þegar heyrst í þættinum nokkur “demo” af henni og lofa þau sannarlega góðu. Þeir hafa lofað að spila eitthvað af nýju lögunum í bland við eldri lög sveitarinnar.
Grétar G fékk fyrir nokkrum misserum síðan “the don” nafnið enda fyrir löngu orðinn “doninn” í klúbbasenu okkar Íslendinga. Hann hefur fyllilega staðið jafnfætis súpersnúðum eins og Sasha, Digweed, Timo Maas o.fl þegar hann hefur spilað með þeim hér á landi. Hann er búinn að vera meðal okkar fremstu plötusnúða síðast liðin 15 ár og er einn fárra snúða sem hafa ekki tekið skrefið inná kaffihúsin heldur alltaf verið tryggur klúbbatónlistinni. Hann er mikilvægur hlekkur í innflutningi á góðri tónlist til landsins í gegnum verslun sína á laugaveginum, Þrumuna. Í hann er í dag sömuleiðis iðinn við að búa til tónlist og er sem stendur í tveimur “hljómsveitum”, Toybox og Rastapimps en Tommi White er einmitt með honum í þeirri síðar nefndu. Fastlega má því búast við að Grétar “droppi” í loftið einhverju nýmeti frá þeim félögum í bland við monsterklúbbaslagarana sem hann spilar á árslistakvöldinu. Ef það er einhver sem þekkir 600-700 manna íslenskan
“crowd” á dansgólfi klúbbana hér þá er það Grétar.

————————————————-

Hlustið á árslistann og farið á þessa upplifun á Nasa laugardagskvöldið 29.janúar n.k.