Já mér datt til hugar að spjalla um áramótin. Er eitthvað að gerast í raftónlistinni, danstónlsitinni sem vert er að kanna. Ef þið vitið um einhverja atburði sem er opnir eru fyrir almenning þetta kvöldið, endilega póstið hér að neðan


Hótel Ísland kynnir:
Dj Exos,Dj Knob og Dj Ingvi með Techno og Housetónlist í salnum á jarðhæð.
Og Dj B-Ruff og Stef Ogfl. með Hip Hop & RnB í salnum á annari hæð.
Sálin á aðalsviði.
Miðaverð 2.500. Kl.01.00 - 05.00

Exos hefur leikinn klukkan 01.00 með ekta áramótadanstónlist og mun spila helstu dansslagaranna frá liðnum árum. Þá mun Dj Knob taka við en hann er annar helmingur Midijokers og Beatkamp sem stóðu fyrir Warp kvöldunum góðu. Einn ástsælasti plötusnúður Íslands, Dj Ingvi mun svo enda kvöldið með Housetónum eins og þeir gerast bestir..

De Palace kynnir :
Dj Sesar, Dj Sky og Dj Exos með Progressive og Technotónlist .
Miðaverð 2.000. Kl.01.30 - 07.00

Dj Sesar spilar dúndrandi party danstónlist til klukkan 03.00. en þá tekur við kvennplötusnúðurinn Dj Sky. Hún verður í þéttum Progressive gír þangað til klukkan 04.00. En þá er komið að Exos að enda áramótagleðina með blússandi technokeyrslu eitthvað fram eftir morgni…

…gleðilegt nýtt ár….