Nú er það komið á hreint; stærsta danshljómsveit allra tíma, The Prodigy, ætla að byrja heimstúrinn sinn á Íslandi þann 15. október. Bandið er að fara í tónleikaferð um heiminn til að kynna nýju plötu bandsins, ‘Always Outnumbered, Never Outgunned’.

Platan hefur selst vel fyrstu vikurnar, lenti í fyrsta sæti í Bretlandi, nr. 2 á Íslandi og hefur komið við á Topp 10 listum um allan heim (fyrir utan Bandaríkin, þar kemur platan út 14. september).

'AONO' inniheldur ekki Keith Flint né Maxim, en þeir verða samt með á komandi tónleikum (svoleiðis var það á ‘Experience’ tímabilinu líka). Þær góðu fréttir voru að berast fyrir nokkrum dögum að Leeroy (fyrrum dansari The Prodigy's) sé kominn aftur til strákana, en ekki til að taka fram dansskóna; heldur mun hann þeyta skífum áður en hinir þrír stíga upp á svið.

Liam Howlett, “gaurinn” í bandinu, hefur gefið í skyn hvaða lög verða spiluð á væntanlegum tónleikum. Hann sagði að 4 - 5 lög verða spiluð af nýju plötunni og að þau væru flest öll í nýjum búningi. Svo taka þeir gömul og góð lög inn á milli, eins og vanar hljómsveitir eiga að gera.
Liam gaf líka í skyn hvaða lög yrðu ekki spiluð á væntanlegum tónleikum;
'Baby's Got A Temper' (smáskífa frá 2002, slæmur skítur).
'Firestarter' (smáskífa frá 1996, eitt vinsælasta smáskífulag allra tíma). Þetta kemur eflaust mörgum á óvart, en ástæðan fyrir þessum fréttum er að hvorki Liam né Keith Flint (söngvari og textahöfundur ‘Firestarter’) vilja halda áfram á þessari braut.
“Ef við spilum ‘Firestarter’, þá verður lagið í allt öðrum búningi” - sagði Liam í viðtali við breskt tónlistarblað.

Netmiðlar sem hafa áhuga á The Prodigy eru líka búnir að vera tala um að Juliette Lewis fari með þeim á nokkra tónleika, en ekki alla. Lewis syngur, eins og flest ykkar vita, í þremur lögum á nýju plötunni ('Spitfire', ‘Get up Get off’ og ‘Hotride’).

Nýja smáskífulagið ‘Girls’ lenti í 19. sæti yfir vinsælustu smáskífur Bretlands, ágætis árangur (The Prodigy gáfu síðast út breiðskífu árið 1997). Næsta smáskífa verður ‘Hot Ride’.

Samkvæmt mínum upplýsingum þá hefst miðasalan á mánudaginn næstkomandi.

Respect to the Prodigy crew! Þeir eru búnir að koma til Ísland síðan árið 1995 og vonandi eiga þeir eftir að koma aftur.

Þakkir,
Árni G.