Brian Transeau.
Fæddur 1973 í Washington, D.C.
BT hefur spilað á píanó frá tveggja ára aldri og er fær að spila á hvaða hljóðfæri sem er. BT hefur verið að vinna að Trance, Dream-House tónlist í nær 10 ár og hefur enginn haft jafn mikil áhrif á Trance tónlistina eins og hún er í dag. Breiðskífur BT's eru með bestu Trance verkum sem gefin hafa verið út; Ima, ESCM og Movement in Still life.
Á Movement in Still life fór BT ýmsar tónlistarstefnur; Breakbeat, Big Beat, Progressive House og svo auðvitað Trance. Fyrstu fjögur lögin eru öll ‘floor killa’, breakbeat/big beat trommur, klikkuð vibe, filter effects, bassalínur ..you name it. Allt svo vel sett saman að maður á ekki til orð. Lög 5 til 9 eru öll Progressive Trance/Melodic Trance. Fallegar melódíur settar saman við taktfasta bassatrommu og bassalínur sem ekki orðum er lýsandi. Svo lög 10 og 11 eru róleg, vel sungin og afslappandi. M.I.S.L. er einn besti diskur síðasta árs og lýsir vel að Trance lifir enn góðu lífi.
BT lengi lifi!
Greets
Arnie G.