Á næsta breakbeat.is kvöldi sem fer fram þann 1. júlí kemur til landsins plötusnúður sem kallar sig DJ Clever. Útgáfan sem hann á og rekur, Offshore Recordings hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frumleika en fyrst og fremst hágæðatónlist.
Honum til halds og trausts verða að hita upp á kvöldinu DJ Guise frá Bandaríkjunum og raftónlistardúettinn Mars sem þeir DJ Gunni Ewok og Raychem skipa en þeir munu blanda saman live spilamennsku og skífuþeytingum á teff hátt!
Hér á eftir er rakinn ferill DJ Clevers, þýddur af djclever.com:
New York búinn Brett Cleaver, betur þekktur sem DJ Clever kynntist tónum drum?n?bass þegar hann fór í skóla í London, mekka drum?n?bass menningarinnar. Hann hóf að þeyta skífum stuttu eftir það og eftir að hann útskrifaðist var hann gerður að fastasnúði á einum af hálfsmánaðarlegum drum?n?bass partýum í Connecticut. Honum fannst hann þó þurfa að breyta til og fluttist til New York borgar og hóf að vinna hjá stærstu útgáfu drum?n?bass í Bandaríkjunum, Breakbeat Science.
New York og Breakbeat Science opnuðu upp nýjar dyr fyrir Clever sem varð fljótlega fastasnúður hjá kvöldum sem báru nafnið Aerophobia. Þau voru vikulega haldin undir þeim formerkjum að ýta áfram dýpri og tilraunakenndari hliðum á drum?n?bass. Þessi kvöld gengu í átta mánuði og þó þau hafi lokið sinni göngu gengu þau þó það vel að Clever ákvað að halda úti sínum eigin reglulegu kvöldum ásamt félaga sínum, Ezekiel, undir nafninu Push þar sem djúpt og sálarkennt drum?n?bass réði ríkjum.
Push kvöldin hófust í apríl árið 2001 og urðu fljótt himnaríki fyrir djúpt, sálarkennt og grúví drum?n?bass. Clever fékk á þessum kvöldum til sín góða gesti og má þar nefna DJ Addiction, Dune, Pieter K, Juju og Kaos, og voru þau haldin í samvinnu við Circa Footwear og Apparel. Snemma árið 2002 fór Push í stutta pásu og sneru kvöldin aftur af miklum krafti árið 2003. Þar létu sjá sig gestir á borð við Seba, Stakka, Mathematics, Submerged, Sileni, Controlled Substance (Illformants), 0=0 og Burner Brothers.
Þó svo að Push hafi hætt má heyra Clever spila fjölbreytta drum?n?bass í hinum ýmsu partýum í New York. Einnig hefur hann spilað í borgum á borð við San Francisco, Vancouver, Boston, Baltimore, Washington D.C., Kansas City, Springfield, Philadelphia, Buffalo, Ithaca, Syracuse og London, en brátt mun hann bæta Reykjavík við þessa staði þegar hann spilar á skemmtistaðnum Kapital þann 1. júlí. Clever er spilar einnig reglulega í ýmsum þáttum sem spilaðir eru í gegnum veraldarvefinn og er með reglulega þætti á hinni kanadísku Unwind Radio og Agents Over America sem kemur frá New York.
Í dag er það útgáfufyrirtæki Clevers, Offshore Recordings sem á hug hans allan. Útgáfufyritækið sem og spilamennska hans hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli og var hann einmitt fenginn til að spila á Technicality kvöldi í London í september árið 2002, en Technicality er talinn einn helsti vettvangur fyrir tilraunakenndari tóna í London. Offshore fékk svo kynningu í Rinse Magazine, komst á topp 5 lista á Drum & Bass Arena sem er stærsti vefur sinnar tegundar innan drum?n?bass senunnar. Viðtöl við Clever hafa einnig birst á vefjum Urbnet.com frá Kanada, hinu sænska Spectraz.com og hér á breakbeat.is. Plötur af Offshore hafa svo verið dæmdar í tímaritunum Knowledge, ATM, Breakin Point, BPM, URB, DJ Mag, Fact, XLR8R og Touch svo fá dæmi séu tekin.
Með mikilli vinnu hefur Clever tekist að tryggja framtíð Offshore útgáfunnar með dreifingu um allan heim í gegnum ST Holdings, samvinnu við Ohm Resistance og Commercial Suicide sem er í eigu íslandsvinarins Klute.
Offshore státar af frábærum listamönnum og má þar nefna Alaska, Alpha Omega, Anemone, ASC, Clever, Deep Blue, Echo, Fanu, Frature + Neptune, Graphic, Intex Systems, Justice, Mav & Twister, Nucleus, Paradox, Pieter K, Seba, Sileni, Slide og Tundra.
Clever hefur að auki fengist við tónsmíðar og verk hans er hægt að heyra á fyrstu plötunni sem Offshore gaf út. Einnig hefur Clever unnið með Morgan Packard undir nafninu Tundra. Clever hefur nú þegar gefið út tvo mixdiska, sá fyrri kom út í september árið 2002 og kallaðist \“Xperience Drum & Bass\”. Sá seinni, \“Total Drum & Bass\” var gefinn út í apríl 2003. Báðir innihéldu þeir lög frá Breakbeat Science og á þeim seinni voru að auki tvö lög frá Offshore. Í ár eru svo væntanlegir tveir mixdiskar frá Clever, sá fyrri verður mix af lögum sem komu út á seríu af 10? plötum þar sem Ohm Resistance og Offshore áttu sitthvora hliðina og var lögunum dreift í gegnum áskrift sem fólk gat keypt sér. Sú sería gekk vonum framar og er önnur sería í burðarliðnum. Á hinum disknum mun Clever blanda saman 15 útgefnum jafnt og óútgefnum lögum tengdum Offshore og mun sá diskur bera nafnið \“Troubled Waters\” og er það Single Cell Music sem mun sjá um að gefa hann út.
Einsog áður sagði þá spilar DJ Cleaver ásamt DJ Guise & Mars - Live á Breakbeat.is & Tighten Up kvöldi á skemmtistaðnum Kapital þann 1. júlí. Aldurstakmark er 18 ár og aðgangseyrir aðeins 500 krónur. Mættu!!