Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Toby Bailey (algjörlega óskyldur DJ Bailey) mun leggja leið sína til Íslands í þriðja skipti föstudaginn 21. maí næstkomandi og spila á Breakbeat.is kvöldi á skemmtistaðnum Kapital. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að DJ Kontrol spilar á Fróni því að hann spilaði á sjálfu opnunarkvöldi Breakbeat.is 5. janúar árið 2000 og einnig á útihátíðinni alræmdu Skjálfta árið áður.
Þeir sem hafa séð og heyrt til Kontrol á plötuspilurunum geta vitnað til um það að hæfileikar hans þar eru óumdeilanlegir. En hann er ekki bara frábær snúður heldur líka stórgóður tónlistarmaður. Hann hefur gefið út tónlist víða og þá sérstaklega hjá stærstu og frægustu útgáfufyrirtækjum Bretlandseyja. Þar má nefna Metalheadz, 31 Records, Renagade Hardware, Trouble on Vinyl, Outbreak o.fl. Stærstu lög Kontrol eru óumdeilanlega gólftryllarnir Force Field og Bloodline, en það síðarnefnda gerði hann með Íslandsvinunum og nú - poppstjörnunum Future Cut. Það næsta á döfunni hjá Toby er 12 tomma hjá Tech Itch Recordings, en tóndæmi af þeirri plötu sem og fleiri má finna <b><a href='http://www.breakbeat.is/tonar.asp?g=5'>hér</b>< /a> á tónasvæði Breakbeat.is.
<br><br>
Upphitun fyrir Kontrol verður sérstök, ef ekki einstök! Frændurnir DJ Reynir og Bjössi Brunahani munu spila sérstakt Back 2 Back Breakbeat sett, sem verður eitthvað sem enginn má missa af. Miðaverði verður stillt í hóf, aðeins 500 krónur allt kvöldið og við minnum fólk á að mæta með skilríki eins og venjulega.
///
<b>DJ Kontrol (Squadron Audio, 31 Records, Metalheadz, Renegade Hardware)
DJ Reynir & Bjössi Brunahani (Back 2 Back Breakbeat Special)
Föstudagurinn 21. maí @ Kapital
Miðaverð aðeins 500 kr. | Skilríki skilyrði</