Gat ekki sofnað. Eða vildi það ekki. Ég var allavega vakandi í gærnótt. Þannig að þetta var alveg deep moment fyrir some deep house. Það eru lög þarna eftir tónlistarmenn sem mér finnst vera að gera skítinn þessa dagana. Veitið Toybox laginu sérstaka athygli, það er alveg frábært.


Ég notaði x2 Denon DN-S5000 spilara og Pioneer DJM600 mixer við þetta allt saman. Tracklisti og walkthrough hvernig ég gerði mixið er hér fyrir neðan ef einhver hefur áhuga.

http://jonfri.dansspor.is/mp3/jonfr-5amsessio nsdemo.mp3


—-


01 dave randall - bombay (jonfri mmmbara loop) / chug ‘n bump records

Mixið byrjar á því að loopan er spiluð aftur á bak með ’trans' effectinn í gangi og svo lék ég mér aðeins á crossfadernum meðan ég var að vinna í skiptingunni.

-

02 richard davis - in the air (jonfri re-edit) / CDR

Ég gerði re-edit af þessu lagi því þegar lagði er uþb. hálfnað hættir það að vera djúpt&sexy og fer yfir í einhverja keyrslu sem er ekki að gera sig.

-

03 toybox - the circle / CDR
+ monica - so gone (jonfri so real loop) / j records

Byrjaði með EQ-inn í neðsta. Vann mig hægt inn í skiptinguna. Hérna var ég með ‘pitch’ effectinn á +100 og snéri honum nokkrum sinnum alveg í botn yfir ‘the circle’ til að fá svona bjagað framtíðarlegt sound og krydda skiptinguna.

Svo nota ég delay effectinn dálítið. Fyrst á allar rásir og svo á sönginn sem ég spila inn í.

-

04 medway & sean cusic - columns of clouds / SAW

Byrjaði með Hi og Low EQ í lægsta, miðjuna aðeins hærri. Ekkert óvenjulegt við þessa skiptingu, vann mig bara í geng á EQ-inum og reyndi að láta allt hljóma smooth.

-

05 steve porter - vodka cranberries (fretwell mix) / nu-republic
+ britney spears - toxic (jonfri too high loop) / jive

Allir EQs í lægsta. Sný miðjunni svoldið vel upp svona 19:10. Vinn mig síðan í gegn um skiptinguna. Þegar breakdownið kemur spila ég ‘columns of clouds’ aftur á bak og nota ‘trans’ effectinn á lagið, hækka og lækka svo í effectnum og laginu til skiptis, tek ‘columns of clouds’ svo út þegar melódían í ‘vodka cranberries’ byrjar.

Í seinna breakdowninu set ég svo loopuna inn, með ‘reverb’ effectinn (+50) á henni frekar hátt stilltann og leik mér að því að breyta honum.


-
06 graham & blades - real (vocal mix) / boz boz

Nota ‘echo’ effectinn á ‘real’ þegar ég er að skipta því inn til að gefa skiptingunni smá orku. Svo klippi ég á lagið með crossfadernum nokkrum sinnum áður en ég skelli bassalínunni inn og við erum komnir í solid house fílíng. Smá delay í gangi líka á köflum.

-

07 zorg - closer to the peace (yann fontaine dub) / mole listening pearls

'closer to the peace' klippt inn í nokkrum sinnum með hi tíðnina í miðjunni og hinar í lægsta á EQ-inum og ‘delay effectinn’ á. ‘real’ er kippt aðeins út þegar ‘closer to the peace’ er kippt inn til að fá fönkí tilfinningu. Svo þegar ég byrjaði að mixa ‘closer to the peace’ inn hækkaði ég í Mid og lækkaði í Hi
tíðninni á EQ-inum.

-

08 mike shiver - feelings (harry peat mix) / lost language

Byrja með alla EQ niðri. Þessi skipting er eiginlega ekkert merkileg, reyni að láta hana hljóma mjúkt með því að vinna mig áfram á EQ-inum. Svo er þarna flottur kafli þar sem ég beila.


http://jonfri.dansspor.is