360 gráður eru klúbbakvöld sem hafa verið starfandi í 5 ár. Aðaláheyrsla kvöldanna er að spila tónslist sem kallast techno. Einnig hafa aðrar stefnur raftónlistar náð að skapa sér fótfestu á kvöldunum.
Þar má nefna allt frá tilraunakenndri raftónlist Biogens yfir í harðáru sýrupopp frá dúetnum Ajax.
Fjöldi plötusnúða og tónlistarmanna hafa komið fram á kvöldunum í gegnum árin og er ætlunin að halda þeirri starfsemi áfram.
Skemmst er að segja frá nýrri heimasíðu sem er náskyld 360 gráðunum en sú heimasíða verður tilbúinn í byrjun júni.
Þar verður hægt að finna upplýsingar um þá plötusnúða og tónlistarmenn sem hafa komið fram á kvöldunum ásamt tilkynningar um raftónlistaratburði framtíðarinnar.

Næsta 360 gráðu kvöld verður haldið 7 maí á skemmtistaðnum Kapital í Hafnastræti.

Þar koma fram heilir sex tónlistarmenn og plötusnúðar sem ekki eru af verri endanum.

Um er ræða :

Einóma
Adrone/Fonetik
Imanti/Midijokers
Dj Richard Cuellar
Tómaz THX
& Exos


Einóma hafa gefið út tvær breiðskífur á Vertical form í Bretlandi sem hafa fengið hreint út sagt ótrúlega dóma í raftónlistarheiminum. Þetta verður þó í fyrsta skiptið sem að Einóma spilar á 360° kvöldi.

Adrone/Fonetik eru tveir snillingar sem hafa verið iðnir við raftónanna. Þeir eru kommnir til Íslands eftir langa búsetu erlendis og eiga eftir að verða áberandi í rafsenuni á íslandi í sumar.

Imanti/Midijokers eru beatkamp félagarnir tveir sem hafa verið að gera það gott á warp kvöldunum á Kapital. Þeir eru án efa eitt athyglisverðastu raftónlistarmenn Íslands í dag og verða með ferska raftóna eins og vanalega þegar þeir koma fram.

Dj Richard Cuellar er einn af þessum plötusnúðum sem er að koma mjög sterkur inn í danstónlistarsenuna í dag. Hann hefur vakið athygli á kvöldum eins og Electric Massive, 360° og 303 kvöldunum þeirra Frímanns og Bjössa Brunahana. Dj Richard Cuellar er kenndur við tónlistarstefnuna deep progressive house.

Tómaz THX og dj Exos eru einmitt þeir sem standa á bakvið 360° og eru ábyrgir fyrir þessum þéttu klúbbakvöldum. Þeir eru búnir að vera duglegir að halda 360° gangandi og eru langt frá því að vera hættir. Þeir munu láta gamminn geysa 7. maí og halda uppi stemmningunni með taktföstum technobræðing eins og þeim er einum lagið.

Ekki láta ykkur vanta á 360 gráður næsta föstudag 7. maí og mætið snemma því þetta byrjar klukkan 23.00

Sjáumst
360°