360° kynna risaraftónleika um páskana á Kapital þann 10. April.

Fram koma :

Biogen
Ruxpin
Adrone
Worm is Green
og Dj Exos

Biogen hefur oft verið kallaður Aphex Twin íslendinga og enþá fleiri vilja meina að hann sé afi raftónlistarmenningu á Íslandi.
Biogen er einn sá hæfileikaríkasti á klakanum og hefur hann ávalt verið beðin um að hita upp þegar tónlistamenn á borð við Autechre og Biosphere heimsækja klakan. Biogen hefur leikinn um miðnætti svo endilega mætið snemma!

Ruxpin hefur verið skærasta stjarna Islenskrar raftónlistar frá því hann gaf út sína fyrstu breiðskífu á Uniform records á íslandi.
Eftir það voru honum allir vegir vegir færir þar sem hann gaf út þrjár aðrar breiðskýfur á þýska útgáfufyrirtækinu Elektólux.
Ruxpin hefur verið á lagalistum hjá köppum eins og Dave Clarke og Darren Emerson. Hann hefur verið fenginn á safndiska fyrir Global Underground og Emi.

Adrone er íslenskur raftónlistarmaður sem er búsettur í London.
Hann hefur spilað á raftónleikum þar og hérna heima og er að fara gefa út efni á Bresku plötuútgáfufyrirtæki í næsta mánuði.
Hann mun leika það efni ásamt glænnýju.

Worm is green er án efa ein áhugaverðasta hljómsveit Íslands í dag.
Hún er skipuð af :
Arni Teitur Asgeirsson- Programming & Synthesizer
Bjarni Thor Hannesson- Sampler & Synthesizer
Thorsteinn Hannesson- Drums
Vilberg Hafsteinn Jonsson- Bass
og Gudridur Ringsted- Vocals

Worm is green er að fara gefa út nýja breiðskífu á Arena rock records og fylgja plötunni eftir í Bandaríkjunum.
Worm is green hefur verið að fá ótrúlegar viðtökur um allan heim og eru það þvílik forréttindi fyrir íslendinga að fá að hlýða á þau 10.apríl næstkomandi.

Gríðalegar upplýsingar má finna um worm is green á heimasíðu þeirra :
http://www.wormisgreen.com/

og

http://www.arenarockrecordingco.com/wormisgreen/bio graphy.htm


Einnig mun Dj Exos leika fyrir dansi í lok kvöldsins fyrir dansþyrsta. Exos hefur verið að spila þónokkuð að undanförnu og verður semsagt í fullu fjöru fyrir þetta kvold.


Mætið snemma og njótið lengi og vel.

360°