
Á Rewind kvöldi Breakbeat.is er eins og nafnið gefur til kynna spólað til baka í drum’n’bass tónlistarsögu síðustu ára, stiklað á stóru og rjóminn af vinylútgáfu þessara ára fær að hljóma um öflugt hljóðkerfi ofurklúbbsins Kapítal. Það er nátturulega ekki að spyrja að því að á góðu Rewind kvöldi myndast gífurlega góð stemning og oft má sjá kunnuleg andlit úr fotíðinni, andlit sem að á tímabilum unnu sér best á drum’n’bass kvöldum á virkum dögum.
Ég vill að sjálfsögðu nota tækifærið og hvetja alla sem að hafa gaman af djönglinu og drum’n’bass’inu að láta sig ekki vanta á Rewind kvöldið, hvort svo sem að það jungliztar af gömlu kynslóðini eða þeim nýrri.
// Breakbeat.is Rewind
// Fimmtudaginn 1. apríl
// Reynir og Kristinn
// Kapítal, 500 og 18 ár inn.
… og svo eins og fremsti íslenski tónlistarmaður samtímans segir:
Góðar stundir.