Kæru danstónlistarunnendur, nú er komið einum magnaðsta dansviðburði ársins. (Bestu vinirnir)Frímann og Arnar sem haldið hafa uppi einum af mögnuðustu klúbbakvöldum síðari ára blása til stórveislu laugardaginn 6. mars en þá halda félagarnir uppá 5 ára afmæli Hugarástandskvöldanna.
Það var árið 1999 sem þeir félagar byrjuðu með útvarpsþáttinn hugarástand á útvarpstöðinni Skratz en eftir stuttan líftíma Skratz færðu þeir félagar sig yfir á X-ið. Upp úr því hófust samnefnd klúbbakvöld á hinum goðsagnakennda skemmtistað Thomsen við Hafnarstræti og má með sanni segja að þeir félagar hafi lagt línurnar fyrir klúbbamenningu landans. Það sem einkennir Hugarástandskvöldin er djörf samsetning djúprar og kröftugrar klúbbatónlistar og úr þessari sérstöku samsetningu myndast þetta einstaka og skemmtilega andrúmsloft þar sem dansgólfið fellur gersamlega undir stjórn þeirra Arnars og Frímanns.
Í tilefni afmælisins ætla þeir félagar að setja saman sérstakan afmælisdisk sem gefinn verður á kvöldinu á Kapital þegar stemningin nær hámarki. Upphitun fyrir kvöldið fer fram
í útvarpsþættinum Party Zone á Rás 2 kl 19:30, þar sem strákarnir gefa tóninn fyrir stemningunni sem framundan er. Einnig verða gefnir boðsmiðar á kvöldið ásamt geisladiskum.
“Það er ánægjulegt að sjá hvað Kapital er að koma sterkur inn fyrir þessa tegund tónlistar og fyrir vikið er senan að vakna til lífsins fyrir alvöru” segja þeir hugarástandsmenn,
Arnar og Frímann.
Strákarnir vonast til að sem flestir komi og fagni þessum merku tímamótum með þeim á skemmtistaðnum Kapital laugardagskvöldið 6. mars næstkomandi.