Ég ákvað að stela þessu af MBL þar sem enginn hafði sent inn grein um þetta mál. “Good artist copy, great artists steal” - Picasso.
Þar sem voða lítil list felst í þessu hjá mér þá bið ég þá sem finnst þetta voða mikið mál, að hafa samband við MIG :)
Anyways, here it goes:
- Hin goðsagnakennda þýska tölvupoppsveit Kraftwerk heldur tónleika á Íslandi 3. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu við Kaplakrika í Hafnarfirði.
Það er tónleikafyrirtækið Hr. Örlygur sem stendur fyrir komu sveitarinnar en að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins hefur það tekið ein fimm ár að fá sveitina til landsins.
Kraftwerk er brautryðjandi í gerð tónlistar með tölvum og telst til helstu áhrifavalda á sviði slíkrar tónlistar. Sveitin er hvað kunnust fyrir lagið „Das Model“ en einnig átti hún kynningarstefið fræga í sjónvarpsþættinum Nýjasta tækni og vísindi.
Tónleikar sveitarinnar á Íslandi eru hinir síðustu í þriggja mánaða ferð um Bandaríkin og Bretland þar sem sveitin hefur fylgt eftir plötunni Tour De France Soundtrack sem kom út í fyrra og var fyrsta plata sveitarinnar í sjö ár. -
Baaara kúl segi ég, hundfúll yfir að vera staddur erlendis, en sem betur fer get ég fengið að sjá þá í Köben eftir einn og hálfan mánuð. - Endilega póstið ykkar commentum á þetta og ekki væri verra ef það dytti hér inn frekari upplýsingar um þennan event.
Goðsagnir í raftónlist hér á ferð og hvet ég flesta til þess að mæta á þýsku teknótröllin í Hafnarfirði í Maí. ;)