Jeff Mills er einn merkilegasti raftónlistarmaður 20.aldarinnar. Hann er þó kenndur aðalega við techno tónlistina þar sem enginn tónlistarmaður innan techno geirans hefur haft jafn mikil áhrif á þróun þess og þýðingu. Jeff Mills hefur alltaf verið einn sá athyglisverðasti plötusnúður í heimi. Hann spilar lögin stutt en spilar eftirlætis kaflanna sína úr þeim. Jeff Mills lætur sér ekki nægja að spila með tvo plötuspilara heldur hefur hann notast við 3 plötuspilara og 909 trommuheila með. Jeff Mills var sá fyrsti sem byrjaði að blanda þriðja spilaranum inn í syrpunar sínar af öllum opinberum technoplötusnúðum og varð fljótt þekktur fyrir sínar ævintýralegu kunnáttu þegar hann spilaði þrjú kraftmikil lög í einu í bland við skærthljóð 909 trommuheilans.
Jeff Mills er þá oftast nær kallaður the Wizard eða Galdrakallinn á sínu heimasvæði (Detroit og Chicago).
Sagan á bak það er eftirminnalegur útvarpsþáttur sem Jeff Mills sá um endur fyrir löngu í Detroit en hann hét “The wizard”.
Einn góðan veðurdag fékk hann tilkynningu ásamt öðrum útvarpsmönnum stöðvarinnar um að stytta yrði alla þættini á útvarpstöðinni og að útvarpsmennirnir þyrftu að spila færri lög.
Þetta gat Jeff Mills hreinlega ekki sætt sig við og ákvað að spila jafnmörg á minni tíma.
Það skýrir meðal annars af hverju það eru 36 lög á 63 mínotum á frægasta techno mix disk allra tíma : Live in the liquid room ,Tokyo. Það er fyrsti mixdiskur Jeff Mills og var hann gefinn út árið 1996. Á þeim tíma var vaninn að hafa 15 til 20 lög á techno mixdiskum.
Hér var stiklað á stóru um Jeff Mills en ástæða fyrir greininni er sú að rétt í þessu var Galdrakallinn sjálfur að gefa út annan mix disk. Hann heitir “Exhibitionist” og hefur að geyma 70 mínotur og 45 lög frá ýmsum af betri technotónlistarmönnum dagsins í dag.
“Exhibitionist” er mun léttari tónlistarlega séð og er ekki jafn hrár eins og “Live At The Liquid Room (Tokyo)”.
Þess má geta að hægt er að verða sér út um sérstaka dvd útgáfu af
“Exhibitionist” þar sem sjá má Jeff Mills bak við spilarana ásamt viðtali við kappann. Jeff Mills stjórnar kröftugustu vefsíðu technoheimsins í dag og er þar hægt að fá að fylgjast með hversu listrænn maðurinn er. Hann hefur búið til stuttmyndir, hljóðverk fyrir kvikmyndir á borð við Metropolis eftir Fritz Lang frá 1926 og gefið út ótrúlegt magn af hreint út sagt frábærri tónlist. Allt frá grjóthörðu techno tundri yfir í undurfagurt ambient og allt þess á milli.
Ég vill benda á eftirfarandi vefsíður sem gætu frætt ykkur meira um Miles Davis technotónanna.
Exos hefur tjáð sig.
Verið þið blessuð.
http://www.axisrecords.com
http://jeff-mil ls-exhibitionist.com
http://www.discogs.com/artist/Jeff_Mills