Kapital kynnir :

12. Febrúar Kl. 21.00- 01.00

Dj jonfri (progressive)
Gunni ewok (house set)
Exos (techstyle)
Dj mike scott (techno)


Dj Mike Scott er Hollenskur að uppruna og heimaborg
hans er Rotterdam.
Hann er þekktur fyrir að spila techno eins og það
gerist best og er stíllinn hans kendur við menn eins
og Adam Beyer, Sven Vath og Dave Clarke.
Mike Scott er búinn að vera plötusnúður mjög lengi og
er bókaður hverja einustu helgi víðsvegar um Evrópu
til að spila sem plötusnúður. Hann spilar þá oftast á
mjög stórum Klúbbum og atburðum fyrir þúsundir manna.
Síðasta sumar var nokkuð eftirmannalegt fyrir Mike
Scott þegar hann spilaði í sinni heimaborg fyrir
u.þ.b. 100.000 manns á hinni Hollensku Dance parade
hátíðinni. Þar hafði hann sinn eiginn hátalara trukk
sem keyrði með hann um borgina á meðan hann spilaði
kraftmikið techno fyrir Rotterdambúa sem gjörsamlega
ærðust.
Þetta skilaði Mike Scott sem einum af mest uppteknasta
techno plötusnúði Hollands og er mikill heiður fyrir
íslendinga að fá að hlýða á kappann þann 12. febrúar á
skemmtistaðnum Kapital.

Techno rafallinn og plötusnúðurinn Exos mun sjá um að
hita upp húsið ásamt Gunna Ewok frá Breakbeat.is en
með þeim mun athyglisverður plötusnúður láta til sín
taka þetta umrædda kvöld.
Hann heitir dj JónFrí og er kenndur við
tónlistastefnuna Progressive house.
Dj Jonfrí spilaði í útvarpsþættinum Party Zone á
dögunum og heldur uppi öflugri heimasíðu sem hefur að
geyma syrpuna umtöluðu.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að upplifa
rótsterkt klúbbakvöld frá upphafi til enda og mættu
þarafleiðandi snemma!!!!