Núna eftir nokkura vinnu þá mun vefurinn Trance.is opna þann 6 febrúar næstkomandi.
Trance á marga aðadáendur hér á landi þrátt fyrir að umræða um trance tónlist er ekki beint velkominn af hinum mörgu raftónlistar áhugamönnum hér á landi , kallandi þessa stefnu vera deyjandi og einhæfa.
Það sem rétt er að trance er að þróast eins og margar stefnur í dag , ástæðan fyrir því að þið heyrið ekki hina nýju trance senu er að jú trance'ið sem er fast í hring sölumennsku og álíka viðbjóði þar á meðal Scooter , Lasco , Milk inc og fleiri sveitir.
Trance í dag er eins fjölbreytt stefna og hægt er að hafa tónlistarstefnu á sensation hátíðinni núna í júlí í fyrra var ekki eingöngu trance þar á ferð heldur plötusnúðar sem geta snúið allt frá house til techno til trance allt í einum skemmtilegum graut sem kom skemmtilega á óvart fyrir mig persónulega þar sem ég átti von á annari Gabber blendinni hátíð eins og var árið á undan.
Hér á Hugi.is hefur trance umræðan verið ávallt skotið í kaf af mönnum sem líkaði ekki við trance tónlist líkast til af sömu ástæðum og hafa verið nefndar hér undan. Með því að setja trance.is upp losnum við flest allar skot árásir á trance tónlist og við höfum einnig allt fram að bjóða fyrir aðdáendur allra stefna innan trance geirans ,frá poppinu ,scooter , lasgo , milk inc Dj Sammy og fleiri í flotta ,trance artista eins og Airbase , Ferry corsten ,Above & beyound ,Dj Tiesto ,yfir í harðari geira trance tónlistarinnar með mönnum eins og Guyver , Marco V , Mauro Piccotto , Uberdrück og fleiri.
Proggressive snillinga eins og Gabriel & Dresden og fleiri.
Á vefnum munum við einnig bjóða uppá spjallþræði fyrir house og techno þar sem menn geta rætt eins og þeir vilja um þær stefnur. Þar munu einni í framtíðinni koma upp “tutorial” hluti fyrir raftónlistarmenn þar sem ýmislegt verður skýrt fyrir nýliðum á mjög einfaldann og skipulegann máta ,Einnig skal taka fram að vefurinn verður í stöðugri þróun.
Við erum í sambandi við nokkra erlenda aðila sem munu sjá okkur fyrir myndum , fréttum og fleira úr hinum stóra heimi af ýmislegum atburðum og þess háttar , plötudómar , viðtöl og margt fleira verður til boða fyrir gesti trance.is.
Ef heppninn er með okkur mun trance.is stækka í gott athvarf fyrir .
Eins og ég hef minnst á áður þá mun trance.is ekki eingöngu fjalla um þessar ostahliðar trance'ins heldur verða allar stefnur innan trance'ins teknar inn , til þess er trance.is að sýna fram á að það er meira innan þessarar tónlistar-stefnu en bara hreinn og beinn ostur með sykursætu bragði.
Þannig að ég skil við ykkur með þeirri von að sem flestir skrái sig á vefinn og koma máski með góðar hugmyndir um það sem vantar.
Enginn viðburður verður við opnunina en í mars mánuði ætlum við að reyna að koma flestum á óvart með frábæru kvöldi.