Nú fer hver að verða síðastur til þess að senda inn lista fyrir árið 2003 og hafa þannig áhrif á árslista Breakbeat.is. Þið sem enn eigið eftir að kjósa endilega hafið samband gegnum Breakbeat.is síðuna og bendið okkur á bestu lög/breiðskífur/djömm ársins 2003 að ykkar mati.
Listinn er samansettur af fastasnúðum Breakbeat.is eftir lýðræðislegar ábendingar frá ykkur notendum. Hann verður svo kynntur á föstudaginn næstkomandi í útvarpsþættinum Breakbeat.is á X-inu milli 22-01 (ath. breyttan tíma í þetta eina skipti). Þátturinn verður að þessu sinni í boði Símans og verður hann í beinni útsendingu frá skemmtistaðnum Kapital.
Öllum notendum Breakbeat.is er boðið að koma á staðinn og fylgjast með útsendingunni og þiggja veitingar.
Ótrúlegt en satt þá er þetta í fyrsta skipti sem að Breakbeat.is fagnar árslista sínum með pompi & prakt, en árslista Breakbeat.is/Skýjum Ofar má rekja allt aftur til ársins 1995.
Lítum á lögin sem að hafa toppað listann í gegnum tíðina:
2002 :: High Contrast - Return To Forever
2001 :: Enginn listi það ár
2000 :: Enginn listi það ár
1999 :: ]EIB[ (Bad Company) - The Nine
1998 :: Ed Rush & Optical - Funktion
1997 :: Photek - Ni Ten Ichi Ryu
1996 :: Adam F - Metropolis // Futurebound - Sorrow
1995 :: Alex Reece - Pulp Fiction
Það verða að sjálfsögðu Skytturnar þrjár, þeir Gunni, Kalli og Lelli, fastasnúðar Breakbeat.is sem munu kynna listann í beinni milli kl. 22 og 01 á Kapital, og að honum loknum mun allt verða gert vitlaust með aðstoð allra bestu drum'n'bass plötu snúða þjóðarinnar.
Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að stilla sig inn á X-ið og líta við á Kapital á föstudaginn og hlýða á það besta frá árinu 2003 en allar frekar upplýsingar um atburðinn er að sjálfsögðu að finna á www.breakbeat.is
Sjáumst!