Árslistakvöld Party Zone & Kronik! Jæja… Þá er loksins komið að því sem við dansfíklarnir bíða eftir á hverju ári… En á laugardaginn 24. janúar verður árslisti Party Zone fyrir árið 2003 kynntur! Það er búið að negla niður dagskránna í heild sinni en hún er nokkurn vegin svona!

Rás 2 kl 19:30 - 24:00.
Þeir Kristján og Helgi sjá að kynna 50 bestu danslög ársins sem leið og segja frá markverðustu breiðskífunum og helstu atburðum. Listi þessi byggir á kosningu hlustenda og plötusnúða þáttarins. Um kvöldið verður einnig risastórt árslistapartý á Kapital þar sem von er á heiðursheimsókn frá Philadelphiu.


Árslista Party Zone og árslistakvöld Party Zone og Kronik 2004. kl 23 - ???
Philadelphiu snúðurinn, tónlistarmaðurinn og ofurtöffarinn KING BRITT mun koma fram ásamst Margeiri. Einnig er fyrirhugað að gefa út disk í 300 eintökum einungis þetta kvöld og gefa gestum kvöldsins en mun verða settur saman af DJ Grétari. Einnig mun útvarpsþátturinn Kronik útvarpa sínum árslista og halda árslistapartýið sitt á sama stað með Party Zone. DJ Rampage og B-Ruff munu ásamt allri Hip Hop hjörðinni leggja neðri hæðina í rúst! King Britt, fyrrum plötusnúður Digable Planets, mun að öllum líkindum taka stutt hiphop sett sömuleiðis. Þetta verður risakvöld sem þú missir ekki af……taktu því daginn frá núna.


Af www.pz.is
King Britt kemur frá Philadelphiu og er meðal skemmtilegustu og flottustu snúða danssenunnar í Bandaríkjunum. King Britt varð fyrst þekktur sem plötusnúður sem “wax poet” hjá Digable Planets árið 1992. Hann varð strax þettur fyrir að blanda saman klassískum tónum úr “soul” og “jazz” heiminum við nýja strauma í hiphop tónlistinni sem og house tónlistinni.

Síðan þá hefur hann ferðast um heiminn og spilað þessa einstöku samsuðu á tónlistarstefnum við góðan orðstýr. Síðan 1994 hefur hann einnig getið sér gott orð sem pródusant, endurhljóðblandari og tónlistarmaður en þá stofnaði hann King Britts Sylk 150 Collective sem inniheldur nokkra eðaltónlistarmenn frá Philadelphiu en breiðskífurnar “When the Funk hits the Fan” síðan 1996 og síðan “Re-Members Only (Six Degrees)” frá því 2001 eru afrakstur þess samstarfs.

Sem endurhljóðblandari hefur hann remixað haug af flottum lögum frá listamönnum eins og Macy Gray, Tori Amos, Yoko Ono, Femi Kuti og Gus Gus. Hann hefur tekið þátt í nokkrum frábærum verkefnum sem endurhljóðblandari, eins og “Verve Remixed” og “The Philadelphia Experiment” og var á meðal ekki ómerkari köppum og Masters At Work, Joe Claussell o.fl. Ófá lög og endurhljóðblandanir hafa komist á Party Zone listann i gegnum tíðina.

Í dag kemur Britt víða við, hann er t.d. að starfa í Japan við að búa til tónlist undir merkjum Handcut Records. Hann virðist vera ansi fjölþjóðlegur þar sem hann nýverið kláraði breiðskífu sem hann vann með Nigeríumanninum Oba Funke, “Cosmo Afrique (Karma Giraffe)”. Þar er einnig að finna fólk eins og Wumni úr Soul II Soul o.fl. Þó svo að hann hafi aðallega verið að búa til hústónlist undanfarin ár þá er hann einnig að undirbúa hiphop útgáfu á þessu ári.

Á næstu helgi mun hann spila í Frakklandi á föstudeginum, Reykjavík á laugardeginum og síðan London á sunnudeginum þannig að hann er á fullu þessa dagana að breiða út fagnaðarerindið “stuð og góðan fíling”. Markmiðið er að taka upp settið hans hér á landi og setja það inná vef styrktaraðila þáttarins þessa dagana www.becks.is


Nánari Upplýsingar…
www.kapital.is
www.pz.is
http://www.kingbritt.com