Þá hafði maður sig loksins í að gera upp árið 2003 og setja saman lista yfir það sem manni fannst standa framarlega á árinu. Valið fannst mér erfiðara núna en í fyrra, sem var sérstaklega stórt breiðskífu-ár að mínu mati. Hér er allavega listin:

Singlar:

01. James Holden - A Break In The Clouds

James Holden er einfaldlega tónlistamaður síðasta árs að mínu mati. Sándheimurinn sem hann skapar er einstakur þar sem hann hefur ótrúlegt eyra fyrir smáatriðum.

02. Petter - These Days

Petter er víst bara sautján ára gamall og kemur frá Svíþjóð. Andrúmloftið í laginu er einstaklega hlýlegt og mjúkt, svo skemmir falleg melódían ekki. Mæli með þessu fyrir alla tónlistarunendur, hvort sem þeir aðhyllist danstónlist eður ei.

03. Moguai - U know Y (Starecase Mix)

Þegar ég keypti plötuna hlustaði ég ekki einu sinni á þetta mix. Þegar ég svo fór á Gauk á Stöng að berja goðið Sasha augum spilaði hann þetta lag. Ég hugsaði strax “ég verð að eignast þetta!”. Síðan þegar ég bað Grétar (í þrumunni) að panta þetta benti hann mér á að ég ætti þetta fyrir. Ég fór því heim og setti plötuna á og hoppaði af kæti. Ótrúlegt lag!

04. Motorcycle - As The Rush Comes (Markus Schulz / Gabriel & Dresden Mixes)

Líklega stærsta lag ársins í danstónlistarheiminum. Gerði bókstaflega allt vitlaust um víða veröld. Gabriel & Dresden eru í fanta formi og færast ofar og ofar í áliti hjá mér. Markus Schulz skilar líka ótrúlega þéttu mixi sem mundi njóta sín vel á hvaða klúbbi sem er, eins og honum einum er lagið.

05. Holden & Thompson - Nothing (93 Returning Mix)

James Holden aftur á ferð. Hér er hann í samvinnu með söngkonunni Julie Thompson. Í þessu mixi setur hann einhverja effecta á sönginn sem gerir það að verkum að hann virkar meira eins melódía en söngur, því orðin verða óskiljanleg. Ég er ennþá að reyna að átta mig á hvernig í ósköpunum hann fer að þessu (ef einhver getur upplýst mig væri það vel þegið).

06. PQM - You Are Sleeping (PQM Meets Luke Chable Vocal Pass)

You Are Sleeping kom út árið 2002 og greip það athygli mína fyrir mjög furðulegt sampl, mann sem sagði einhverskonar vændis sögu. Í fyrra (2003) tók Luke nokkur Chable sig til og hrærði vel í laginu og gerði það af stakri snilld. Einstaklega þétt lag, vel skreytt með flottum umhverfishljóðum og flottum synthum.

07. Coco Da Silva - The Shiva Chant (Ambient Mix)

Lagið sem Sasha notaði til að opna settið sitt á Gauknum. Ég stóð dolfallinn og hlustaði á fegurðina sem kom úr hátölurunum á Gauknum og er enn dolfallinn þegar ég hlusta á þetta í dag. Rui da Silva og Chris Coco ná greinilega vel saman.

08. Moshic Da Silva - Gibberish (Main Mix)

Rui da Silva aftur á ferð, hér í samvinnu með hinum Ísraelska Moshic. Moshic er líklega sá plötusnúður sem kom mér hvað mest á óvart á síðasta ári, átti meðal annars flottasta Essential Mix ársins að mínu mati. Rui da Silva sér greinilega um trommurnar og Moshic virðist koma með ethnískan blæ í stemmninguna. Mjög flott lag!

09. Bart Van Wissen - Distant Region

Bart Van Wissen er að koma sterkur inn hjá mér. Hann nær ótrúlega flottri stemmningu í lögum sínum. Rólegt og seiðandi andrúmloft einkennir tónlist hans. Þetta var besta lagið í besta Essential mixi ársins að mínu mati, það greip strax athygli mína. Það kom mér ekkert svo mikið á óvart að uppgvöta að þarna væri Bart van Wissen á ferð.

10. Justin Timberlake - Rock Your Body (Sander Kleinenberg Mix)

Þetta lag er líklega útbreiddasta lagið á listanum. Það virtust vel flestir af stærstu plötusnúðunum spila þetta remix, hvort sem þeir spiluðu progressive, trance, techno eða house.
Kleinenberg skilar hér líka fantagóðu remixi. Hann tekur feitu/funky bassalínu þeirra Neptunes manna og gerir hana groddaralegri og fellir síðan að sínu trausta danstónlsitarsándi. Eðal remix.

11. Rui Da Silva - Stoned / Matrix
12. Loway - 2 Bags Of Grass
13. Nirvana vs. Adam Freeland - Smells Like Freeland
14. Karada - Last Flight (Markus Schulz mix)
15. Junkie XL & Sasha - Breezer
16. P Diddy feat. Deep Dish - Let's Get Ill (Deep Dish Illicit Mix)
17. Solid Sessions - Fatal Morgana
18. Iio - In The End (Scumfrog Mix)
19. Dave Gahan - Dirty Sticky Floors (Junkie XL Mix)
20. BT - Somnambulist (Sander Kleinenberg's Convertible Mix)
21. Sam La More - Takin Hold (Musica dub)
22. Unkle - In A State (Sasha Remix)
23. Spiritchaser - As We Continue / Ever Increasing Circles
24. Baz - Promises (Audio Drive Mix)
25. Sasha Vs Underworld - Cowpander
26. Kate Bush - Running Up That Hill (Infusion Mix)
27. Trentemoller - Trentemoller EP
28. Coldplay - Clocks (Cosmos Mix)
29. Björk - Kindness Kind (Delikate Impostors Mix)
30. Britney Spears - Breathe On Me

Mér fannst nóg að setja komment með fyrstu 10 lögunum, því þau eru jú þau bestu. Það voru einhver lög sem gaman hefði verið að hafa á listanum, en þar sem ég ákvað að binda mig við topp 30 náðu þau ekki einn. Af þeim má meðal annars nefna:
DK - Murder Was The Bass (groddi ársins)
Goldfrapp - Train
Wally Lopez - Tribute to Acid House
Bart van Wissen - Space Tourist
Depeche Mode - Find Myself [eða er það loose?] (Lexicon Avenue Mix)
Madonna - Bedtime Stories (Thomas Penton & Vincent DJ Pasquale remix)
Bent - Beautiful Otherness

Breiðskífur:

01. Stewart Walker & Geoff White - Discord

Ég hef ekki hlustað jafnmikið á eina breiðskífu í langan tíma. Ótrúlega flottur samrunni minimal techno og beats & bleeps tónlistar. Svo heillar mig líka sú pæling að þeir eigi alltaf sitthvor lögin í stað þess að vinna lögin saman yfir netið.

02. Ulrich Schnauss - A Strangely Isolated Place

Ulrich Schnauss á líklega (og vonandi) aldrei eftir að klikka í tónlistarsköpun sinni. Stemmningin sem hann nær er engri líka og melódíurnar eistaklega vel útfærðar og fallegar. Mæli með þessum listamanni fyrir hvern sem er!

03. Goldfrapp - Black Cherry

Þessi plata kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði búist við meiru af þeirri þunglyndu og rólegu stemmningu sem einkenndi Felt Mountain. En svo mættu þau með eitthvað það sterkasta rafpopp sem ég man eftir að hafa heyrt. Mér finnst ákveðin glamrock fílíngur vera undirliggjandi á allri plötunni, sem er ekkert nema hið besta mál.

04. Bent - The Everlasting Blink

Svoldið súr á köflum, en sem heild er þetta frábær skífa. Bent eru löngu búnir að sanna sig sem eðal rafpælarar í mínum bókum. Besta lagið finnst mér Beautiful Otherness.

05. Justin Timberlake - Justified

Sumum kemur kannski á óvart að sjá þessa plötu á lista hjá mér. Mér finnst bara ekki vera hægt að horfa framhjá því að hér er bara stórgóð plata á ferð. Mér finnst eins og það sé að rísa ákveðin gullöld í stórstjörnupoppheiminum, furðu mikið góðu og metnaðarfullu poppi í gangi. Neptunes sanna sig enn einu sinni hversu megnugir þeir eru á þessari plötu, en þeir hækka í áliti hjá mér sem pródúserar með hverjum deginum.

06. Makoto - Human Elements
07. Norah Jones - Come Away With Me
08. Outkast - Speakerbox/The Love Below
09. Junkie XL - Radio JXL (A Broadcast from the Computer Hell)
10. Mínus - Halldór Laxness

Ég veit að þónokkrir sem stunda þetta áhugamál eru að fara gera lista fyrir annað hvort PZ eða Breakbeat.is og væri því gaman ef sem flestir mundu birta þá hér að neðan. Það væri líka gaman að sjá lista frá þeim ekki taka þátt í vali útvarpsþáttana, the more the merrier.

Góðar stundir.
Góðar stundir.