Ofur er um þessar mundir að halda upp á tveggja ára afmæli sitt, en hver er saga þessarar hreyfingar og hvað liggur að baki
Að baki einna mest neðanjarðar hreyfingu á Íslandi standa þrír piltar, það eru Dj Óttarö , Dj Óli (hefur sætt aðkasti fyrir að hafa sama plötusnúða nafn og gamli dn’b og jungle hausinn Óli Synthetic og er því kenndur við Ofur) og Dj Maggi_b (Þess má geta að hann kallaði sig upphaflega Modez_Art).
Þessir ungu drengir eru sveitastrákar ofan af Akranesi og hafa síðan í janúar árið 2001 séð dansþyrstum knattspyrnupeyjum og fegurðardrottningum fyrir eðal tónum og eðal snúðum. Þess má geta að fyrstu kvöldin okkar voru kostuð með frjálsum fjárframlögum góðviljaðra einstaklinga svo að sárafátæk ungmenni kæmust inn, og fyrsta djammið héldum við í smalamannakofa 20 min frá Akranesi ásamt Árna Teit, forsprakka Worm Is Green.
Það var þó ekki fyrren 24. ágúst 2001 sem að fyrsta official Ofur kvöldið var haldið, þá fengum við til liðs við okkur Hugaráststandsbræðurna Frímann og Arnar og sáu þeir um eftirminnilegt kvöld. Síðan hafa þónokkur kvöld verið haldin og við höfum fengið marga góða gesti. Kvöldin okkar hafa verið mjög fjölbreytt og þær stefnur sem teknar hafa verið eru æði margar, s.s. House, Techno, Oldskool Hardcore, Drum n’ Bass, Electro, Breakbeat….. og listinn heldur áfram.
Við höfum haldið úti vikulegum útvarpsþáttum á 95.0 þegar sú stöð er í gangi. Það má segja að hann hafi verið í gangi með hléum og breyttum nöfnum síðan Maggi byrjaði með sinn þátt árið 1999 minnir mig frekar en ’98.
Við höfum því ákveðið að halda nokkuð veglega afmælis-(og prófloka)hátíð í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn verður hér á Akranesi á skemmtistaðnum Breiðinni föstudaginn 12. des. Þá mun Grétar G, einn ástsælasti plötusnúður Íslands koma í heimsókn og trylla líðinn ásamt tveimur okkar Ofur-drengja, Óttars og Óla og verður House og Breakz í fyrirrúmi það kvöldið.
Þann 18. des er svo komið að því að sækja Reykjavík heim, þá verður hinn stórskemmtilegi staður Kapital tekinn hershöndum. Þar mætast danstónlistarklíkurnar Breakbeat.is og Ofur og munu þeir sjá um villt próflokadjamm og það er held ég alveg óhætt að kalla þetta Afmælishátíð Part 2. Lineup er ekki komið á hreint, en það verður auglýst innan skamms….