Ég man þetta eins og þetta hefði gerst í gær. Árið er ‘97 (þó svo að þessi umrædda plata kom út árið ’96) og ‘The Fat Of The Land’ var platan sem ég beið eftir. En á meðan ég beið eftir að platan kæmi út þá kom til mín sending frá Þrumunni með fullt af diskum (eins og venjulega - ég var með litla geisladiskabúð fyrir vestan og fékk vikulega sendingar frá DJ Margeiri og co. sem þá unnu í Þrumunni [ég held að hann sé löngu hættur því]). Ég er, að sjálfsögðu, að tala um ‘Executive Suite’ með The Wiseguys. Sándið á plötunni hreif mig og taktarnir og bítið var hreint og flott - sömplin voru alveg mega. Eftir fyrstu hlustun varð ég háður. Hvert sem ég fór þá var ég með diskinn í spilaranum. Lög eins og ‘Casino’, ‘The Sound You Hear’, ‘We Keep On’, ‘Trailblazing’ og ‘Too Easy’ eru nægilega góð ástæða til að eiga diskinn. Hin lögin á plötunni eru líka snilld. Hljómurinn á plötunni er svo svakalega flottur, það er ekki fyndið. Þegar maður hlustar á plötuna þá er eins og maður sé staddur í 70's herbergi, með heyrnartól á hausnum, sötrandi rauðvín með svölum plötusnúðum. ‘The Sound You Hear’ smáskífan er líka schnilld, flott remix og læti.
DJ Touché, T. Keating - aðal lagahöfundur og frábær plötusnúður, og Regal, P.J. Eve, eru góðu gæjarnir í The Wiseguys sem komu með þetta frábæra sánd og gerðu þessa klassísku plötu. Svalir gaurar frá Wall Of Sound. Tjekkið einnig á The Propellerheads. Respect.
Ef þú átt ekki ‘Executice Suite’ þá myndi ég tryggja mér eintak sem fyrst. Allavega fara í næstu plötubúð og hlusta á hana .. Það sakar ekki. Frábær plata í alla staði.
Takk fyrir mig og limbó.
/Árni G. Emerson.