The Prodigy. Töffaratónlist með meiru.
Margt hefur verið skrifað um The Prodigy. Margt af því sem hefur verið skrifað um The Prodigy hér, þ.e.a.s. í Raftónlistaráhugamálinu, hefur yfirleitt verið í verri kantinum. Annað hvort eru þeir ásakaðir um að vera “mainstream-hommar-sem-semja-ömurlega-tónlist” eða að tónlistin þeirra sé ekki stimpluð sem raftónlist og þess vegna eigi ekki að skrifa grein um hljómsveitina hér. Ég er ósammála og ég vil skrifa grein um hljómsveitina og reyna segja frá því af hverju hljómsveitin ætti í raun ekki að vera stimpluð sem mainstream (þótt að hljómsveitin sé mjög vinsæl) og að hljómsveitin hafi aldrei svikið lit.
A) Hljómsveitin er mainstream út af gæði tónlistarinnar, ekki út af markaðssetninu (XL-Recordings var eitt minnsta dans útgáfufyrirtækið í Bretlandi þegar The Prodigy byrjaði). Hljómsveitin hefur gefið út nákvæmlega 13 smáskífur (og þá er ég ekki að taka What The Evil Lurks með) og hafa 9 þeirra farið í topp 10 í smáskífulistanum í Bretlandi - sem er að sjálfsögðu stærsti smáskífulistinn í heiminum ásamt Billboard-smáskífulistanum í Bandaríkjunum. Hljómsveitin hefur aldrei gefið mörg viðtöl, þeir hafa aldrei spilað í sjónvarpi, þeir hafa aldrei spilað á verðlaunahátíðum (eins og á MTV) og þeir hafa aldrei reynt að koma tónlistinni sinni á framfæri heldur en að spila á mörgum tónleikum. Liam Howlett, forsprakki sveitarinnar, hefur verið boðið að gera remix fyrir U2, David Bowie, Oasis og Madonnu, en hann hefur alltaf neitað því. The Prodigy var boðið að fara í tónleikaferð með U2 um Bandaríkin og Mexico en þeir neituðu því líka. Þeir hafa alltaf farið sínar eigin leiðir og hafa haldið virðingu við neðanjarðarheiminn. Þegar þeir voru orðnir mjög vinsælir árið ‘94 þá fóru þeir í tónleikaferð um Bandaríkin með Richie Hawtin og Moby og fleiri góðum tónlistarmönnum. Þeir hafa alltaf lofað aðra tónlistarmenn sem semja raftónlist, eins og Orb og Aphex Twin, þótt svo að þeir hafi alltaf sagt að þeir séu mikið meira tónleikaband, heldur en hljóðversband. Sem er satt. Þeir eru líka eitt besta tónleikaband allra tíma.
B) Tónlistin er að mínu mati, og margra mati, stimpluð sem raftónlist af því að Liam Howlett semur tónlistina á raftónlistarhljóðfæri; hljómborð, syntha, bassaheila, trommuheila, tölvur og fleira. Svo er líka hægt að leika sér með raftónlistarorðið og búið til heiti eins “raftónlistarrokk” og fleiri orð í þeim dúr. Hljómsveitin hefur verið fræg fyrir það að spila á rokktónleikum, frekar en raftónlistartónleikum, af því krafturinn í tónlistinni er svo mikill að hljómurinn er mjög rokkaður. Þeir nota líka gítarleikara á tónleikum, en það kemur ekki tónlistinni við. Hljómurinn er flottur. Margir aðrir í raftónlistargeiranum nota gítara við tónsmíðar sínar.
Það eru líka til fullt af fólki sem hætti að fíla The Prodigy eftir að Keith Flint, dansari og núverandi söngvari sveitarinnar, byrjaði að syngja inn á nokkur lög. Áður fyrr var Keith Flint bara þekktur sem geðveiki gaurinn í bandinu sem dansaði og lét eins og fífl á tónleikum. Það er ekkert nema flott að hann hafi tekið sig til og “sungið” í nokkrum lögum. Margir vilja líka meina að ’Music For The Jilted Generation' var síðasta plata The Prodigy's sem gæti höfðað til raftónlistarinnar. Það er ekki satt. Síðasta plata bandsins, ‘The Fat Of Land’, var alveg tengd raftónlistinni. Lög eins og ‘Smack My Bitch Up’, ‘Funky Shit’, ‘Mindfields’, ‘Narayan’ og ‘Climbatize’ voru öll mjög góð lög sem höfðuðu mikið til fólks í raftónlistargeiranum. En fólk verður að pæla í því að raftónlistin er ein stór heild, alveg eins og rokktónlistin. Það eru til Big Beat, Breakbeat, Hardcore, Rave, Ambient, Trance, Techno ofl. ofl. ofl. Rokktónlistin er líka skipt niður í marga flokka, eins og rokk, pönk, metal, nu-metal ofl. The Prodigy er mikið meiri raftónlist en rokktónlist, þó svo að lífstíll bandsins er rokkaður. Þeir eru bara stærsta nafnið í geiranum. Þeir byrjuðu í rave/breakbeat og fóru svo yfir í acid-house/breakbeat/techno og svo fóru þeir yfir í electronic-pönk/breakbeat/techno/rokk. Þeir hafa alltaf haldið sig í gamla breakbeat sándið sem Liam fékk frá old school hip hop-inu.
Að lokum vil ég benda á það að nýja plata hljómsveitarinnar, ‘Always Outnumbered, Never Outgunned’, mun höfða meira til raftónlistarinnar en sú síðasta. Liam sagði það sjálfur að hann sé farinn að semja meiri tónlist með meiri breakbeatum og að platan muni ekki vera eins rokkuð og sú síðasta.
Feitasta respect til allra harða Prodigy aðdáendur og ég vona að sem flestir haldi “Prodigy bögginu” niðri þegar þeir svara þessari grein. Það geta allir verið sammála því að The Prodigy er töffaratónlist með meiru.
Takk fyrir mig.
/Árni G.