Steve Lawler er þekktur sem einn duglegasti plötusnúðurinn í bransanum. Síðastliðin ár hefur hann kætt fólk á, meðal annars, Zouk í Singapore, Groovejet í Miami, Twilo í New York og hinum máttuga Space á Ibiza, þar sem hann hefur verið krýndur kóngur af innfæddum. Steve spilar í hverri viku á Deep South kvöldunum á skemmtistaðnum Home í London, ásamt því að spila reglulega á hinum ýmsu klúbbum í Bretlandi, allt frá Bedrock til Renaissance.
Ferillinn hófst í byrjun síðasta áratugar síðustu aldar er hann byrjaði að spila á ólöglegum skemmtunum í heimabæ hans, Birmingham í Bretlandi. Hann hafði byrjað að heillast að rafkenndum hljóðum þegar hann féll fyrir tónlist Depeche Mode. Það var svo með Steve eins og marga aðra, að það var Acid House sem tók hann heljartökum og dró hann inn í tónlistarheiminn.
“Ég kolféll fyrir öllum pakkanum; dimmu herbergin, blikkljósin og andrúmsloftið. Allur pakkinn gjörsamlega heillaði mig og ég fékk innblátsur til að halda mín eigin kvöld.”
Sem er nákvæmlega það sem hann gerði. Hann hélt ólögleg partý í ónotuðum undirgöngum undir M42 brautinni í Birmingham á árunum 1990-94. Orðstýr hans óx jafnt og þétt. 1995 var hann orðin ‘resident’ á Mambo á Ibiza og varð strax þekktur fyrir 8 tíma maraþonsett, sem hann spilaði alla jafna daglega þegar best lét á milli þess að hann spilaði á Pacha. Stuttu seinna var hann kominn með ‘residency’ á Cream í Liverpool, einum af allra stærstu klúbbum breta, og síðar á Home í London, sem einnig er með þeim stæstu á Bretlandeyjum.
Steve er þekktur fyrir að spila house tónlist með miklum tribal áhrifum. Stíl hans hefur helst verið líkt við engan annan en Danny Tenaglia, vegna þessara tribal áhrifa sem einkenna stíl hans. Hann er þó þekktur fyrir að spila allt frá seyðandi tribal hústónlist uppí að bregða trance undir nálarnar, þó það síðarnefnda sé sjaldgæfara.
Eins og fyrr sagði eru það Technics sem ætla að bjóða okkur uppá þennan mikla snúningsborðameistara. Heljarheitin munu fara fram þann 19. desember á Broadway. Steve Lawler fær ekki upphitun af verri endanum, en enginn annar en meistari Grétar G ætlar að sjá um að hita fólkið upp. Miðar verða seldar við dyr á 2.000 krónur. Eftirpartý verður svo á Opus 7.
Góðar stundir.
Góðar stundir.