Hooj choons RIP “hooj, the occational providers of half decent house”

Þetta er slagorð sem þið gætuð rekist á ef þið rýnið vel aftan á tólf tommu, já eða geisladisk, frá Hooj Choons útgáfufyrirtækinu.

Red Jerry sparkaði þessu af stað árið 1990. Fyrsta útgáfan var lagið “Don't you want me?” með ‘Íslandsvininum’ Felix Stallings Jr. Þeir héldu áfram að gefa út plötur og sumir segja að þeir hafi verið á toppnum svona ‘96-97. Á því tímabili sendu þeir frá sér slagarana ’Marmion' með Schoenberg, ‘Beachball’ með Nalin & Kane (sem allir eru að keppast við að remixa þessa dagana) og ‘Café del mar’ með Energy 52. Einhversstaðar las ég að Café del mar væri mest ‘licence-aða’ dansilag í heimi. Kannski er það kjaftæði í mér samt.

Þeir héldu áfram og ‘Future’ og ‘Voices’ gerðu allt brjálað og það voru fáir snúðarnir sem áttu ekki eintök af þessum… ‘Voices’ kemur reyndar upphaflega frá Alternative Route útgáfufyrirtækinu hans Desyn Masiello, en Hooj snöppuðu það upp og gáfu það út Hooj-style á x2 12“. Ég saknaði þess reyndar að orginal mixið kæmi ekki út, en það er önnur saga. Fyrirtækið sendi svo frá sér útgáfu númer 100. í formi Datar - B. Þar fara Tenaglia og Tarantella & Redanka mikinn. ‘B’, ‘Future!’ og ‘Voices’ rötuðu öll inn á árslista Partýzone og á ótal safndiska.

Safndiska? Voru Hooj eitthvað í þeim bransa? Jább. Gáfu núna nýlega út ‘Sound in motion’ mixaðann live af James Zabelia. Tom Middleton setti saman ‘Sound of the Cosmos’ í fyrra, Red Jerry diskinn ‘Form & Function’ og þar fram eftir götunum. ‘Nu-Progressive Era’ er annar, ‘Further…’ er enn annar og svo var serían ‘Some of thease were Hooj’ líka í gangi.

Þeir héldu líka partý, Elements partýin. Þar spilaði Omid ‘16B’ reglulega. Zabelia, Middleton og Kleinenberg létu líka sjá þig…

Nýjasta 12” þeirra og sú síðasta að ég held er svo Aphasia - Alcapulco.

Hér er fréttatilkynning frá köppunum sem ég læt flakka óþýdda:



Dear Hooj person,

It is with deep regret that we have to inform you that Hooj Choons, as we know it, is no more. Following two years of fairly horrendous financial struggle, during which time we fought to trade our way out of mounting debt problems, we've had to call in the professionals to resolve matters once and for all.

Naturally, this has come about as a direct result of: Sept 11/ any middle eastern conflict you care to name/ downloading/ the slump in the global economy/ music industry/ dance music industry… No, the truth is that as distinguished labels, clubs and magazines shut down around us, we failed to react quickly or effectively enough to what was going on. We thought we'd seen this happen before, and could work our way out of it, but this was a different kind of slump.

It feels like we should write some kind of mini - obituary for Hooj at this point, but maybe everything that needs to be remembered about us is out there already: a hundred and thirty six releases spanning 13 years, all of them, for better or for worse, trying to live up to our original aim of remaining ‘occasional providers of half decent house’.

(Key members of staff will be carrying on the work of hooj.com, one of the few beacons of hope amongst the gloom of recent times, under a new name and ownership. Please see separate Hooj.com statement for details at the top of the message board
.
Its been a long, and until recently, enjoyable ride and we thank everyone for their support over the past twelve years.

Yours,

The Hooj Mob



Ævintýrið búið… eftir 136 útgáfur. Sem verður þó að teljast helv. gott.

En eiga hug-verjar sér einhverjar uppáhalds plötur frá Hooj?