Ákvað að skella einni upp um House líka, fyrir þá sem höfðu gaman af techno greininni. Eins og í hinni greininni eru þetta aðeins 10 ástæður af mun fleiri.

Eric Kupper presents K-Scope - “Planet K”

Þetta er lag sem ég mun líklega aldrei hætta að elska meira en lífið. Eric Kupper fer hér á kostum í einu þekktasta lagi sem kom út á hinu goðsagnakennda Tribal UK. Þverflautusólóin gerðu lagið að þeirri klassík sem það er í dag.

Deep Dish presents Elastic Reality - “Casa De X (Deep Dish Does X Mix)”

Ein fallegasta Rhodes lína hússögunar að mínu mati. Ótrúlega ljúft lag, sem á sama tíma er eins pump'in og house getur orðið. Þetta lag er hápunktur fyrrihluta ferils þeirra Dubfire & Sharam, sem síðar fóru meira að gutla við progressive.

Gusto - “Disco's Revenge”

Eitt af fyrstu diskóhúslögunum sem ég heyrði. Þetta er líklega ennþá það diskóhúslag esm stendur hvað hæst hjá mér, einfaldlega ótrúleg a funky. Rassinn á mér byrjar sjálfkrafa að dillast til við fyrstu nótu.

Jepthé Guillame - “The Prayer”

Alveg síðan ég heyrði þetta fyrst hefur mér þótt einstaklega vænt um þetta lag. Byrjunin hljómar eins og tveir mjög góðir flamingo gítarleikarar að djamma saman, svo hægt og rólega byrja hin element'in að koma inn. Svo Endar þetta í ótrúlega flottri djúphússveiflu.

Projekt:PM - “When The Voices Come”

Hvar væri þessi listi án að minnsta kosti einnar plötu frá Guidance Records? Allavega ekki réttlátur að mínu mati. Annað lagið sem listanum sem þverflauta spilar stórt hlutverk í. Lagið inniheldur líka flottar Vocoder pælingar, löngu áður en vocoder'ar komust í tísku.

Lovetronic - “You Are Love (Si Brads Payback)”

Flottasta mixið af þessari miklu perlu að mínu mati. Þetta lag eru mín fyrstu kynni af Naked Music, sem er ein af betri djúphúsútgáfunum að mínu mati. Virkilega seyðandi lag drifið áfram af fallegum söng.

Metro Area - “Atmosphrique”

Þetta lag kom út á breiðskífu sem þeir félagar gáfu út í fyrra og var breiðskífa ársins hjá PZ. Metro Area hafa svo sannarlega sannað fyrir mér að hústónlist getur ennþá komið mér á óvart. Blandaðu sama dískói, hústónlist og electro í smá pönkfílíng og þú ert sirka komin í sama fílíng og Metro Area. Þetta er lagið sem mér finnst standa uppúr á stórgóðri breiðskífu þeirra.

Bam Bam - “Give It To Me”

Ég var í vafa hvort ég ætti að hafa þetta eða “Where Is Your Child”, eftir sama listamann. Ég ákvað að hafa þetta frekar, enda meiri partýfílíngur. Lagið er síðan 1988 og er sannur óldskúl 303 housestormer. Svo eru kvenmans stunurnar ekkert nema bónus.

Round One - “I'm Your Brother (Club Mix)”

Ég yrði líklega skammaður ef ég hefði sleppt þessu. Þetta lag er eitt jákvæðasta lag sem ég man eftir að hafa heyrt, simply good vibes on! Við erum allir bræður!


Joe Smooth Inc feat. Anthony Thomas - “The Promised Land”

Ódauðleg klassík! Það er bara eitthvað við þetta lag sem fær mig til að elska af öllu mínu hjarta, enda er það víst tilgangurinn. Þetta lag kom út árið 1987 og gæti því hljómað hallærislega fyrir suma. Fílíngurinn er samt bara svo góður að það er varla hægt annað en að fíla þetta.

Eins og áður gæti ég haldið endalaust áfram og finnst í raun óþægilegt að binda mig við 10 lög. Ég ætla þó að láta þetta duga.

Ég vil taka það fram að kæri mig ekki um flame svör eins og komu við hinni greininni. Ógrundaðar fullyrðingar frá einstaklingum sem vita ekkert um hústónlist munu því ekki vera vel séðar. Ykkur sem finnst hústónlist leiðinleg megið líka alveg halda því útaf fyrir ykkur. Takk fyrir.

Góaðr stundir.
Góðar stundir.