Þannig eru opnunarorðin á vefsetri The End Records og lýsa þessi orð stemmningu þeirra félaga vel. Ástarsamband þeirra við danstónlist hófst strax á unglingsárum, einmitt á þeim tíma er acid house réði klúbbasenu breta.
Layo Paskin á furðulegt nafn sitt afa sínum og ömmu að þakka, en þau eru rússnensk. Layo er sonur arkitekts (pabbi hans) og rithöfundar (mamma hans). 16 ára gamall var hann strax farinn að skipuleggja funk partý um víðan völl, meðan hann vann á Camden markaðnum. Hann var 17 ára gamall þegar hann fór í sitt fyrsta acid house partý og fann strax að þetta var eitthvað sem höfðaði sterkt til hans. Hann sökti sér á kaf í að skipuleggja acid house partý og árið 1988 var hann búinn að kynnast Mr. C (úr The Shamen) á hinum sögufrægu Clink Street rave'um. Þeir fóru strax að skipuleggja partý saman sem varð til þess að árið 1995 opnuðu þeir klúbb að nafni The End. Klúbburinn, sem hannaður var af föður Layo, hefur allar götur síðan verið eitt ástsælasti og virtasti progressive og tech-house klúbburinn í Bretlandi. Staðsetning staðarins fannst víst þegar þeir félagar, Layo og Mr. C, voru að halda eitt partý'ið og voru óvenju ánægðir með staðsetninguna og ákváðu því að opna þar stað.
Matthew ‘Bushwacka!’ Benjamin varði skólaárum sínum í Ladbroke Grove í vestur London. Tónlistaráhugi hans kviknaði strax á barnsaldri. Hann átti fast sæti sem trommuleikari í London School Symphony Orchestra (skólahljómsveit London), einnig spilaði hann á píanó. Þegar hann var 13 ára gamall spilaði hann með hljómsveitinni í Royal Festival Hall og fór í tónleikaferð um Ítalíu. Árið 1988 var hann orðinn gagntekinn af hiphop’i og plötusnúðamennsku. Þó átti hann eftir að uppgvöta sína sönnu ást, acid house. “Það var í ágúst árið 1988 að ég fór í vöruhúsapartý sem Rat Pack skipulögðu. Ég fór ekki heim fyrr en 11:00 um morguninn, mamma var ansi reið þegar ég kom heim”. Hann byrjaði að vinna fyrir Rat Pack meðan hann dreifði flyer’um á kvöldin og vann í Harrod’s á daginn. Ári seinna var hann farinn að spila sem plötusnúður fyrir Rat Pack ásamt því að spila á hinni sögufrægu sjóræningjastöð Sunrise FM. Hann kláraði nám í Studio Engineering (ísl orð?) og fékk fljótlega vinnu í stúdíoinu hans Mr. C við að hella upp á te 80 tíma í viku. “Þar hitti ég Layo. Það var á svipuðum tíma og The End var að fæðast”.
Með þeim tókst vinskapur og fóru þeir að gutla við að skapa tónlist saman. Árið 1998 kom út þeirra fyrsta breiðskífa. Hún fékk nafnið “Low Life” og kom út á End Records. Platan er falleg samsuða electro, techno, underground house og old skool breakbeat, en er líka undir sterkum áhrifum delta blues og dub reggae. Hún hlaut mikið lof danstónlistarpressunar og vakti athygli á þeim félögum.
Þeir byrjuðu líka að spila meira saman sem plötusnúðar, þá helst á Subterrain kvöldunum á The End. Þeir þykja mjög skemmtilegt plötusnúðapar og eru þekktir fyrir að spila í 5 tíma samfleytt, spila oft ekki nema þeir fái það. Ástæðan fyrir þessu er víst sú að þeir vilja skiptast á og spila klukkutíma í senn. Einnig finnst þeim gaman að byggja upp góða stemmningu og setja svo allt í einu einhvern hiphop anthem á fónin til að fá sem mesta vídd í settið.
Ári áður en þeir gáfu út sína aðra breiðskífu pressuðu þeir 1000 eintök af lagi sem þeir gerðu spes fyrir aðdáendur sína, lagið var einfaldlega kallað “For the Fans”. Þeim fannst þetta lag frekar ostakennt fyrst en eftir að aðdáendur þeirra tóku ástfóstri við lagið fóru þeir að gera það líka. Ástfóstur aðdáenda á laginu, ásamt því að fólk var farið setjast niður og njóta í stað þess að dansa, varð til þess að í Argentínu fékk lagið nafnið “Love Story”. Fljótlega eftir nafnbótina og almennilega útgáfu var eins og sprengju hafi verið kastað á danstónlistarheiminn, lagið var alls staðar tekið í ástfóstur og var víða valið lag ársins 2002 (meðal annars hjá PZ).
Árið 2002 gáfu þeir líka út sína aðra breiðskífu. Hún ber heitið “Night Works” og er unaðslegur kokteill house, techno, hiphop, electro og brekabeat. Hún hlaut mikið lof gagnrýnenda, undirritaður gaf henni t.d. fullt hús í gangrýni sinni fyrir Sánd. Breiðskífan inniheldur að sjálfsögðu hið stórgóða lag “Love Story”, ásamt smellum eins og “All Night Long” og “Shining Through”.
Þeir félagar hafa einnig gefið út slatta af tónlist í sitt hvoru lagi og þá helst Bushwacka!. Bushwacka! á að baki lög eins og hið stórmagnaða “Healer”, sem kom út á Oblong árið 1999, Frábært bootleg mix af “Billie Jean” eftir Michael Jackson og svo eitt af betri lögum ársins, lagið “Harps”.
Ég vona að þið hafið haft jafn mikið gagn og gaman af þessari grein og ég.
Góðar stundir.
Heimildir
www.grooveradio.com
www.vh1.c om
www.the-end.co.uk
www.discogs.com
Góðar stundir.