Föstudaginn 25 júlí. 360 gráður á Grandrokk.
Það verður margt um manninn á aðalsviði Grandrokk á föstudaginn því alls koma fram 8 plötusnúðar og 3 tónlistarmenn.
Í tilefni kvöldsins mun tæknótónlistarmaðurinn Exos gefa út fyrsta mixdiskinn í 360 gráðu seríuni.
Diskurinn inniheldur upptöku frá því þegar Exos spilaði á hinum víðsfræga tæknóklúbbi, Tresor í Berlín og er diskurinn fáanlegur í plötuversluninni Þrumunni á laugarveginum. Einnig verður diskurinn fáanlegur á Grandrokk þetta umrædda kvöld.
Kvöldið byrjar klukkan 22,00 og er til 04,00.
Það verða þeir hip hop bræður í hljómsveitinni Twisted Mind Cruw sem hefja leikinn ásamt hip hop plötusnúðinum þeirra Total Kaoz.
Við tekur svo DJ Richard með skracth og break tilþrif eins og honum er einum lagið en hann mun vera einn sá færasti í sínu fagi.
Bjössi brunahani mun svo láta gamminn geysa með oldskool hardcore í eftirdragi enda tími til kominn til þess að minna á gömmlu slagaranna sem tröllriðu danstónlistinni hér fyrir 10 árum.
Electro plötusnúðarnir Aurra sing og Zeus munu þá spila það heitasta í electroheiminum en þau sækja sín áhrif frá Munchen í þýskalandi þar sem útgáfufyrirtækið international deejay gigalo er starfrækt.
Loks eru það harðhausarnir Exos og Tómas T.H sem trylla lýðinn með blússandi tæknósyrpu og hita þar með upp fyrir dágott comeback þeirra Árna Vector og dj Guðnýar sem gerðu garðinn frægan á skemmtistaðnum Thomsen og á Atóm kvöldunum hér áður fyrr.