Vildi bara enn og aftur minna ykkur á Ministry of Sound sem verður á Broadway eftir rúma viku, eða laugardaginn 26. apríl.
Þetta verður all-svakaleg helgi því djammið byrjar á föstudeginum 25. apríl í pre-party MoS á Astró.
Astró opnar kl 23.00 og sér Dj Batman um að hita upp en svo tekur Grétar G. við og spilar framm eftir morgni.
Aðgangseyrir er 1000 kr og fyrstu 150 gestirnir fá frían Captain Morgan drykki.
Laugardagskvöldið 26. apríl byrjar svo ballið á Broadway þar sem Gunnadís sér um að hita fólkið upp og tekur svo Dj Pluto við og gerir enn heitari stemmningu áður en the Discobrothers stíga á svið. Stjarna kvöldsins er svo hinn spænski Dj Sammy sem flestir íslendingar ættu nú að kannast við eftir að hafa gert lagið “Heaven” sem er gamalt Bryan Adams lag í nýjum búningi, á topplista allt seinasta ár.
Aðgangseyrir er 3600 kr en hægt er að nálgast miðana á 2 fyrir 1 í eX kringlunni og pannta þá af netinu: <a href="http://www.einkamal.is/content.asp?page=djsammy_ order"> www.einkamal.is</a>
2 fyrir 1 tilboðið rennur út þegar fyrstu 1500 miðarnir í forsölu hafa verið seldir.
Síðan fá fyrstu 300 gestirnir sem mæta á Broadway fría Captain Morgan drykki.
Gleðin á Broadway stendur síðan til kl 04:00 en þá verður eftir partý á Astró.
Í eftir partýinu á Astró verður Dj Batman að hita upp en svo tekur Grétar G. við og á eftir honum spilar svo hin breska Dj Sarah G.
Aðgangseyrir er kr 1500 og fá fyrstu 150 gestirnir einni fría Captain Morgan drykki.
En athugið að þeir sem kaupa miðana í forsölu á tveir fyrir einn fá frían aðgang á Astró á föstudagskvöldið og einnig 1000 kr afslátt af aðganginum á Astró í eftirpartýið á laugardagskvöldinu.
Sérstakir gestir frá MTV-tónlistarstöðinni verða svo á vappinu í öllum partýjunum:)
Svo nú er um að gera að láta sjá sig og taka vel á djamminu þessa seinustu helgi í Apríl :)
Sé ykkur þar!
kv,
LadyJ