Hér til umræðu er Technotæfa, heimagerður rafdiskur sem ég er að senda frá mér. Níu laga diskur þar sem heildarlengd er í kringum 42 mínútur. Hægt er að nálgast hann í Japís, vonandi 12 tónum fljótlega og svo smekkleysa.net í næstu viku. Maður borgar ekki meira en 500 kall fyrir heimagerðan disk, ehaggi?
Technotæfa er titillag plötunnar og þótti mér það svo útúrskemmtilegt nafn að ég lét diskinn bera nafnið. En á disknum er ekkert thump thump thump. Best er að benda á tóndæmi á mp3.com.au/tonik eða mp3.com/tonik … lag titlað Talandi apinn í Eden. En varðandi skilgreiningu, þá vil ég meina að diskurinn innihaldi eftirfarandi: ambient, trip hop, electro-pop, tölvuleikjamússik, sinfóníska elektróniku, allsbera gellu í baði og gáfaða danstónlist.
Í hotskurn: Tonik - Technotæfa 500 kr í japís, 12 tónum og smekkleysa.net
Koma svo, styrkja fátækan námsmann ;)