Fred Numf Dreamworld eru að flytja kauða inn og á hann víst að spila á Martini Magic kvöldi á Astró laugardaginn 22. mars … svo hérna kemur smá info.

Fred Numf, fyrsta lagið sem ég heyrði með honum held ég að hafi verið Jamaica Skunk sem hann gerði ásamt Etienne Overdijk og sat lagið í 13. sæti PZ listans fyrir febrúar. Lagið kom út á Minimal labelinu, en þeir hafa verið að gefa út fína tónlist undanfarið.

En ég er semsagt ekki kunnugur hans verkum að neinu viti… en las mér aðeins til:

Freddi (eins og leiktækjasalurinn) hefur verið að spila síðan snemma á níunda áratugnum. Hann kemur frá Haag líkt og Kleinenberg og DJ Remy, en fólk fór að veita honum athygli þegar hann var ‘resident’ á Escape og Mazzo klúbbunum í Amsterdam.

Á heimasíðunni hans Fred er hann sagður spila: “futuristic funky music; progressive and tribally yet essentially housey, although there's a definite retro element creeping in, with electro funk/pop sounds in the style of the Human League” - semsagt framsækin fönki húsmúsík sem virðist vera úr framtíðinni, með ættbálks rafmagns fönks ívafi… nei ég veit það ekki.

Sem pródúser er hann svo að fýla Pappa & Gilbey, Mara (Barry & Sara Gilbey), James Holden, Brancaccio & Aisher, Way Out West og Timo Maas.

Þetta ætti að gefa einhverja mynd af því sem kauði er að stinga undir nál.

Hann er líka að pródúsa sjálfur undir ýmsum nöfnum og hefur m.a. remixað Dj Tiesto og Way Out West, og hann ásamt Etienne Overdijk eru að senda frá sér lagið Disorientation seint á árinu - á Yoshitoshi, ekki slæmt…

Þar hafið þið það, það sem ég hef fyrir mér í þessum skrifum er þetta:

http://www.frednumf.nl/index2.htm
http://www .burntblue.com/music/DJArtist.asp?Artist=305&Genre=2

Getið lesið nánar um kauða þarna. En ætlar einhver að mæta?