Eftir að rekast æ oftar á mjög svo jákvæða umfjöllun tengda þeim aðilum sem standa að tilraunaeldhúsinu langaði mér að forvitnast hvað ykkur hugaverum finnst um þann félagsskap ..
Sífellt birtast fregnir af umfjöllun í erlendum fjölmiðlum, ferðalög meðlima um allan heim og svo síðast rakst ég á fullt af video viðtölum við Kristínu, Darra, Auxpan ogfl. Á BBC síðunni.
Ég man að ég fór á eitt tilraunaeldhús kvöld á thomsen fyrir nokkrum árum, fannst það áhugavert en ekki mikið meir. Reyndar finnst mér lítið hafa gerst hjá þessu fólki eftir menningarborgarárið góða. Hafa t.d Auxpan, Kristín og Darri gefið eitthvað út? Er þetta fólk verðugir fulltrúar neðanjarðarrafsenu Íslands ? Hafið þið eitthvað áhugavert heyrt með þeim, eru þetta áhugaverðari listamenn heldur en thule flóran og hinir (meira hefðbundnu) íslensku raftónlistarmenn?
Ég er eiginlega pínu að pæla í hvort raftónlistarheimurinn þjáist ekki af leiðindum, allt sem á einhvern hátt er hægt að flokka sem nýstárlegt sé upphafið, hype-að vegna aðferða eða frumleika, en ekki gæða ..
Ef ný hljómsveit kemur á sjónarsviðið í dag sem á einhvern hátt er hægt að tengja við t.d Autechre, BOC eða eitthvað, á hún strax miklu minni möguleika á umfjöllun heldur en hinn frumlegi raflistamaður sem hefur fundið nýja, óþekkta aðferð til að setja saman hljóðin sín, ótengt gæðum tónlistarinnar.
1994-95 (eða um það leyti) var raftónlistin andlitslaus, tónlistin sagði allt sem segja þurfti en í dag þarf að frumlegur og tónlistin þjáist. Mér finnst hluti fólksins sem minnst var á að framan vera dæmi um þessa þróun (en ég er þó alls ekki viss því ég hef aðeins heyrt lítið brot af tónlistinni.) Hvað finnst ykkur ???