Mania Express #1: Dj Sarah G Föstudagskvöldið næstkomandi verður hátíð á Gauknum í boði Dreamworld gæjanna, þá verður hið fyrsta kvöld Mania Express, en þetta er heiti á nýjum kvöldum sem eiga að verða haldin 1x í mánuði í vetur. Á hverju kvöldi verður eitthvert þema í gangi og þetta fyrsta er “Temptation Island”.

Dj-inn sem á að spila þetta kvöld er Sarah G. frá Bretlandi. Hún er fædd og uppalin í Birmingham í Bretlandi en þar vann hún einmitt í fyrsta skipti í klúbbi, Ministry of sound, en aðeins á bakvið barborðið, en þannig fékk hún áhuga fyrir plötusnúðavitleysunni. Árið 1997 álpaðist hún svo einmitt útí búð og keypti sínar fyrstu vínyl plötur og hóf að æfa sig.
Eftir 6 mánaða stanslausa æfingu, læst inní herbergi, var hún farin að spila á giggum í miðhéruðum Englands og var engu líkara en hún væri undir miklum áhrifum frá Scott Bond og Tony De Vit.
Fyrir enda ársins var hún búin að spila á stóru giggi á Flashback á the Que Club og fékk hún einmitt sitt fyrsta residency á Lovesexy á Baker´s eftir þetta kvöld, þar sem hún spilaði á móti Lisu Lashes.
Árið 1999 lennti Sarah í 2. sæti yfir vinsælustu dj-a í tímaritinu Mixmag, sama ár fékk hún svo residency á Forbidden í Leicester. Fyrir árið 2000 varð hún einnig í öðru sæti í Mixmag og eftir það var birt í sama blaði 3ja síðna grein um hana.
Eftir þetta varð hún svo resident á Sundissential, mánaðarlegur resident á Republica (Baker's) og Oxygen í Edinborg, sem bauð henni residency eftir aðeins eitt skipti þar.
En tónlistin sem hún spilar er allt frá djúsí húsi yfir í træbal trommutakt og trans.
Þess vegna er um að gera að koma og berja hana augum á föstudagskvöldið á Gauknum og sleppa sér lausum í viðamiklum dansi. :)

Húsið opnar kl 23:00 og ætlar hann Dj Tranceatlantic að hita upp,
svo verða auðvitað gogo dansarar í búrum og ýmsar óvæntar uppákomur.

Vonast til að sjá sem flesta þar, ;)

kv,
LadyJ