
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER
KL 23:00 TIL 06:00
// skunkrock - breakbeat.is
// drum & bass - jungle
// flauel - grensásvegi 7 - 108 rvk
// alley cat - dj reynir – dj kristinn
// C1RCApresents.com
Næsta kvöld sem Breakbeat.is klúbburinn stendur fyrir verður í samvinnu við plötuútgáfuna Skunkrock Productions. Hin geðþekka Alley Cat (Skunkrock, Reinforced / London, UK) mun koma til landsins og spila á Flauel og erum við Íslendingar fyrstir í röðinni í heimsreisu sem hún er að halda í til að kynna plötuna “Crowd Control”. Platan er mixið af henni sjálfri og hefur hún verið að fá góða dóma gagnrýnenda fyrir útkomuna. Hægt verður að nálgast gangrýni á plötuna innan skamms hér á Breakbeat.is en þess má geta að “Crowd Control” er í verðlaun í Getrauninni sem er í gangi núna.