Sæl&Blessuð!
Ég efast ekki um það að það séu mjög fáir notendur hér sem tekið hafa eftir persónubundnum nornaveiðum sumra hérna á hugi.is, á mig og annann ónefndan Hugi.is notenda, enda umræða sem að hefur verið bundin vafasömu “trance korkunum” (!!!).
Allavega, þá hefur verið ráðist á mig með ærumeiðingum og látum vegna þess að ég kaus að láta í ljós skoðanir mínar á vitlausum stað(trance korkunum). Þeir litu á mig eins og femínista á strippbúllu, augljóslega á villigötum og ráku mig út!
(reyndar ákvað ég bara að láta ekki sjá mig aftur á “Trance korkunum”, sem var(er) ein erfiðasta ákvörðun lífs míns!:)
Sumir sögðu mig vanta smekk, aðrir sögðu mig lokaðan á persónusköpun tónlistarinnar.. og svo voru þeir sem að sögðu einfaldlega að ég væri vitlaus! Einhver ónefndur stjórnandi þessa áhugamáls sagði að þar sem ég hefði aldrei skrifað grein á hugi.is væri ég ekki dómbær, eða þess virði að yrða á. Einnig var rólyndisfólk þarna á ferð sem að sagði mér að gefa tranceinu séns, og kom með uppástungur á trancelögum sem að ég gæti hlustað á, og uppgötvað trance.
Jæja, þessi lög fann ég og niðurhlóð þeim í tölvuna mína:
dj natron & dj reverb present fluchtlicht project - mutterkorn:
Leiðinlegt, og rosalega leiðinlegar laglínur, leiðinleg sound.. algjörlega óspennandi. Lélegt lag..
Dj Tiesto - lord of the trance:
Díses! Talandi um lélegar cheesy (meira að segja MIÐAÐ VIÐ CHEESE!) línur, og strengja sándið í byrjuninni, jæja kallinn.. Og þetta eiga að vera dæmi um góð lög! (tiesto fær samt punkt fyrir lélegan aulabrandara, lord of the trance, því miður fyrir hann er hann með álíka slæma tónlist og í Lord of the Dance, og því alveg jafn glataður og Michael Flatley!). Leiðinlegt lag..
Cosmic Gate - The Truth:
Cheesy og umfram allt mjög fyrirsjáanlegt lag, að vísu brá mér þegar rúm mínúta var liðin af laginu og eitthvað 80's brass preset kom og “átti að tröllríða öllu”!.. var gjörsamlega hræðilegt. nema að þetta séu svona gaurar með húmor? Svona spaug? Svona eins og fóstbræður? Þá væri þetta svona svosem ágætt…
Jæja, fleiri lög fann ég ekki af þessum listum sem að mér voru gefnir (sem betur fer!). En ég gaf þessu þó séns, og hlustaði.
Þetta er mín sýn inn í hinn furðulega heim transtónlistar, og ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað lögin sem að ég hlustaði á urðu verri og verri HRATT!(þetta var svona eins og að snúa potentiometer frá vont->verst, og hann var EKKI línulegur!). “Tónsmíðarnar” eru svo fyrirsjáanlegar að maður getur raulað með þessum lögum án þess að hafa heyrt þau áður, sem að segir eitthvað um frumleikann. Þannig lít ég á þetta.
En, þið segið að þetta sé “the shit” og “virki á gólfinu”.
Þið trancearar eruð greinilega bundin þeim óð að “if it works, don´t fix it”.. svona eins og með klósettpappírinn!
Trance, nei takk!
Gossi.