Laugardaginn 9. nóvember mun skemmtistaðurinn Flauel opna við grensásveg 7 og má líta þannig á að verið er að brjóta blað í djammsögu Íslands, þar sem skemmtistaðurinn er ekki í 101 heldur er hann á grensásvegi sem er 3km frá miðbænum eða svo ?
Það er mikið laggt upp úr gæðum þarna inni, hljóð, ljós, umhverfi, loftræsting ofl. Á aðaldansgólfi er fimm metra lofthæð og þar munu lætin verða keyrð út á öflugu EV hljóðkerfi (ekki ósvipuðu og á neðri hæð Thomsen ígamla daga) og mjög vönduðu ljósashowi sem mun njóta sín til fullnustu í þessari góðu lofthæð. Danspallar, langur bar og risastórt búr setja einnig sinn svip á aðaldansgólf staðarins.
Eins og gengur og gerist þá eru það ekki allir sem dansa úr sér vitið þegar þeir fara á klúbba, þannig að það er búið að búa vel um þá sem eru minna fyrir dansgólfið með afbragðs chillout svæði sem inniheldur bar, haug af mjúkum og þægilegum sófum, fína aðstöðu fyrir dj-a ofl.
Hvernig líst ykkur á staðsetninguna ? staðinn ? og bara allt í kringum þetta ?