Tiesto á toppinn Hollenski trance hausinn DJ Tiesto trónir nú á toppi DJ Mag listans yfir bestu plötusnúða heimsins. Þessi sendiherra trance tónlistarinnar skammast sín ekkert fyrir að spila trance.

“I'm not afraid to call myself trance,” Tiesto told DJmag. “I consider myself an ambassador for trance, a DJ who proves that the music can still be innovative and uplifting without being cheesy.” - Tiesto

Kappinn hefur gefið út margann trance slagarann, svo sem Flight 643 og Theme From Norefjell sem DJ Tiesto og Gouryella, Walhalla og Tenshi undir Gouryella dulnefninu. Hann hefur líka gefið út slatta af mixdiskum og meðal annars leitað að sólarupprás á In Search of Sunrise diskunum, sem eru tveir talsins.

Nú hlakkar í ykkur trance hausum ;-) og ennþá meira þegar þið lesið listann ;o)

Annars voru snúðar frá 65 löndum tilnefndir og aldrei verið eins mikil þáttaka í þessu kjöri.

En hér er listinn, nenni bara að posta 10 efstu, annars þurfiði að skrolla í viku.

1 Tiesto
2 Sasha
3 John Digweed
4 Paul Van Dyk
5 Armin Van Buuren
6 Paul Oakenfold
7 Judge Jules
8 Carl Cox
9 Ferry Corsten
10 Lee Burridge

-

Þið fáið allann listann á: http://www.burntblue.com/news/news.asp?News=3043

En hvað segiði, gleði? vonbrigði? … hverjir eru ykkar hetjur?