Ég brá mér til Krítar í ágúst. En þar tók ég upp á því að leita að grískri raftónlist.
Ég fann diskinn ‘Electroware - The city’ (Hver skírir geisladisk The city? Fyndið nafn). En þessi 5 laga stuttskífa er gefin út af Rubber recordings, sem staðsett er í Aþenu.
Þetta er mjög furðulegur diskur. Ekki það að hann sé tormeltur. Alls ekki. Heldur er þarna fín lína milli að vera fyndin, flottur og hallærislegur. Og Hann er bæði fyndinn, flottur og í “einstaka” skipti tjísí.
Hér er lagalistinn:
01 day intro
02 the city (funky analog mix)
03 otake
04 the city (dsp mix)
05 watching the circle dance
'Day intro' byrjar á flottri ambient og oldíshipphopptrommu byrjun, sem þróast síðan út í furðulegt klámpad og gervitrommusett. Einstaka LPF cutoff á trommunar. Eitthver eitís fílingur yfir þessu. Fyndið lag.
'the city' byrjar á flippuðum og fyndnum vocoder (sem á ekki að vera fyndið). Ennþá þessar gervitrommur, og bongó trommur (eins og í svartakortsauglýsinguni (Lag 6 á The mirror conspirecy með Thievery cooperation), síðan koma 909 hús tekno trommur. Og svo singur einhver kona “the city” einstaka sinnum í gegn um vocoder (flippaðir gaurar). Og þetta þróast mjög fljótjega út í St. Germain fíling, með saxafón, og bongótrommur. Bara ágætis lag.
'Otake' byrjar á vocoder sem segir “fu- fu- funky”. Og svo gamaldags euro popp trommur, og síðan eitthver skemmtara apreiator. Og gamalt syntha píano líka. Fyndnir gaurar. Síðan vottur af klámgítar þarna líka. En apregiatorinn er mest áberandi út lagið. Ágætis skemmtanagildi á þessu.
'The city (dsb mix)' virkar eins og remix. Club útgáfa af hinu laginu, svona Minestry of sound fílingur. Ágætlega gert en ekki jafn skemmtilegt og hitt. En það kemur olíshipp hopp (kid n play fílingur) kafli eins og þruma úr heiðskýru lofti eftir tvær mínútur. Og svo á eftir því kemur aftur þhump þhump þhump. Alveg stórskaddað.
'watching the circle dance' er hins vegar besta lagið á disknum og virkilega gott ambient lag. Reyktur synth melodía kemur svo sem lead melodia. Síðan kemur eitthvað træbal sampl með trommum og stórfurðulegum flautum. Mjög töff.
Í heild er þessi diskur, Electroware - the city, stórskaddaður. Lag 2 og 5 eru bestu lögin. Og hin… 1, 3, og 4 hafa gott skemmtanagildi þar sem þau eru mjög fyndin. Áfram grísk raftónlist!