Hugi.is auglýsir eftir stjórnanda á /dans. Þeir sem hafa áhuga á því að sækja um sem stjórnandi þurfa að uppfylla eftirfarandi atriði:
- Umsækjandi þarf að vera orðið að minnsta kosti 16 ára
- Umsækjandi þarf að hafa náð allavega 1000 stigum á Huga
- Umsækjandi þarf að hafa áhuga og metnað til að betrumbæta áhugamálið með nýju efni
- Umsækjandi þarf að hafa sent inn grein/ar sem sýna fram á að viðkomandi sé ágætis penni
- Umsækjandi þarf að hafa sæmilegt vit og mikinn áhuga tengt umræddu áhugamáli
- Umsækjandi þarf að hafa sent inn grein á tiltekið áhugamál sé áhugamálið ekki nýtt
- Umsækjandi þarf að koma reglulega inn á áhugamálið til fylgja eftir daglegri starfsemi
Öll fyrrnefnd atriði þurfa að vera til staðar til þess að umsækjandi verði tekinn til greina sem stjórnandi.
Ef þú telur þig uppfylla öll fyrrnefnd atriði og langar til að sækja um skaltu fylgja eftirfarandi tengli og fylla inn nauðsynlegar upplýsingar:
Sækja um sem stjórnandi á Huga
Þér verður gert viðvart innan 15 daga hvort þú verður samþykktur sem stjórnandi eður ei.
Hafa skal það í huga að hlutverk stjórnanda áhugamáls einskorðast ekki bara við að samþykkja/hafna efni og ritstýra korkum. Þess er líka krafist af stjórnendum að þeir reyni að virkja áhugamálið eftir bestu getu.
Þar sem ráðning í stjórnendastöður byggjast á þeim upplýsingum er liggja fyrir varðandi umsækjendur, eiga metnaðarfullar umsóknir sem greina frá vel frá nýjum og heillandi hugmyndum fyrir áhugamálin, sem og koma með tillögur á að bæta það sem fyrir er, mun meiri líkur á að vera samþykktar er aðrar umsóknir þar sem slíkt vantar. Yfirstjórn Huga lítur einnig svo á að þær hugmyndir og ætlanir sem fram koma í umsókninni séu eins konar “starfssamningur”, þannig að við áskiljum okkur þann rétt að vísa fólki úr starfi ef það er “allt í orði en ekkert á borði”.
Vandið ykkur og takið tíma í samsetningu umsókna ef þið viljið að við tökum ykkur til greina!
Kærar þakkir,
Yfirstjórn Huga
An eye for an eye makes the whole world blind