Hmm… fáum einhverjar vikur yfirleitt til þess að undirbúa okkur, þ.e.a.s. til þess að læra þær æfingar og dansa sem eru tekin fyrir í prófinu. Lærum allt utan að þannig að við getum einbeitt okkur að því að gera æfingarnar vel, en ekki hversu góð við erum í að muna hlutina. Ok, náttúrulega að einhverju leiti að muna, því við þurfum að muna æfingarnar, kennarinn sýnir ekkert í prófinu, en ekki s.s. hversu fljót við erum að pikka hlutina upp ;)
En já, t.d. í klassíska prófinu erum við með frekar týpíska stöng held ég, plié, tondue, jete og þess háttar, svo var adasio (veit ekki alveg hvernig þetta er skrifað ;P) svo er einhver samsetning úr horninu, með hringjum og valsi og þess háttar, svo hopp út á gólfi, og svo einhver stór hopp yfir gólfið. Reyndar núna gerðum við stóru hoppin í hring, þá með ýmsum pique-um og svona;)
Annars fengum við bara einhverja 5 tíma til þess að læra fyrir street jazz prófið, bæði út af því að það fór svo mikill tími í nemendasýningar dansinn, og af því að Kata Ingvars var að kenna okkur þann tíma og hún var svo farin til Noregs til þess að æfa fyrir Ömbru, verkið fyrir listahátíðina;)
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson