Freestyle
Freestyle keppni Tónabæjar 2008 verður haldin í Austurbæ föstudaginn 8. febrúar kl. 18:00 - 22:00. Keppt er í einstaklings- og hópakeppni, aldurshópurinn 8., 9. og 10. bekkur.

Hámarksfjöldi í hóp er 6 manns og lágmarksfjöldi 3.

Skráning í Freestyle keppni Tónabæjar hefst 23. janúar og stendur til 4. febrúar. Skráning fer fram í Tónabæ í síma 411 5400 frá 8-16 alla virka daga.

Þáttökugjald er 700 kr. á hvern þátttakenda hvort sem er í hóp eða einstaklingskeppni. Keppendur verða að skila inn lagi þegar þeir skrá sig. Ef keppandi er utan af landi getur viðkomandi sent lagið á
tonabaer@itr.is
eða sent disk í Tónabæ, Safamýri 28, 105 Reykjavík.

Hámarkstími dans er:
• 2,5 mín. í hópakeppni
• 2 mín. í einstaklingskeppni

Nánari upplýsingar veitir Inga Maren í síma 695 2325.

Freestyle 2008

Hin sívinsæla Freestyle danskeppni Tónabæjar verður haldin í Austurbæ þann 8. febrúar 2008. Skráning í keppnina hefst 23. janúar og stendur til 4. febrúar.



Allir sem hafa áhuga geta tekið þátt. Hvort sem það er ballett, jazz, break, hipp hopp, samkvæmisdans, nútímadans, spuni eða hvað sem er þá hafa allir jafna möguleika í keppninni.



Tekið er við skráningu í Tónabæ, Safamýri 28 eða í síma 411 5400. Þátttaka er fyrir alla unglinga í 8., 9. og 10. bekk. Keppnin hefst kl. 18:00. Miðasala fer fram á midi.is eða samdægurs í Austurbæ.