Nú er mér spurn… hvort flokkast dans betur undir list eða íþrótt?
Rök eru fyrir báðum flokkunum, það er ekki málið. Persónulega finnst mér sem flokkunin fari eftir áliti hvers og eins, þ.e. hvort viðkomandi sé að keppa í dansi (íþrótt) eða sé í dansinum til að hafa gaman af (list).
Kannski frekar gróft dæmi, en ætti að lýsa þessu nokkuð vel.
Sjálfur var ég í dansi þegar ég var yngri og líkaði vel, þó myndi ég ekki fara í dans núna til að keppa, en væri alveg til í að rifja upp sporin og getað dansað mér til ánægju og yndisauka.