Í byrjun mars á þessu ári hélt Lindyravers, íslenskt áhugamannafélag um swing-dansinn Lindy Hop dansleik í Iðnó þar sem stórsveitin, Stórsveit Suðurlands lék fyrir dansi. Var þessi dansleikur haldinn í tenglsum við workshop(helgarnámskeið) sem haldið var sömu helgi. Lindy Hop danskennarinn Andrew Sutton frá BNA kom til landsins og var námskeiðið haldið í Hinu Húsinu.
Þó dansleikurinn hafi verið haldinn af Lindyravers var hann opin öllu dansáhugafólki og mættu 70 manns. Dansleikurinn stóð frá klukkan átta til miðnættis og spilaði hljómsveitin frá níu til ellefu. Þeir sem höfðu sótt námskeiðið komu sér saman um að mætta uppdressuð í fötum í stíl við þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Þetta gaf dansleiknum mjög skemmtilegt yfirbragð og var næstum einsog að maður hefði stigið inní tímavél þegar maður gekk inn í Iðnó þetta kvöld.
Stórsveit Suðurlands sem spilaði á dansleiknum er “big-band” hljómsveit sem spilar swing jazz í anda Glenn Miller. Hún samastendur af tónlistarfólki af suðurlandi og eru um 20 meðlimir. Þar á meðal eru söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Guðlaug Ólafsdóttir. Hljómsveitin lék undir stjórn Vignis Snæs Stefánssonar og spilaði meðal annars lög á borð við In the mood, Black Orfeus, Sing Sing Sing, It´s only a paper moon og A string of pearls.
Hápunktur kvöldsins var án efa þegar hljómsveitin spilaði lagið Sing Sing Sing(sem er mjög hratt swing lag) og Andrew Sutton leiddi nær alla í húsinu í það sem er kallað “Swing-line” eða “Charleston-line”. Þá raða allir í salnum sér upp í tvær línur á móti hvert öðru og gera síðan allir sömu Charleston-sporinn eftir því hvaða spor leiðtoginn kallar upp. Húsið lék á reiðiskálfi þegar allir samtaka stöppuðu í gólfið í takt við lagið.
Svipaðir tónleikar verða örugglega haldnir aftur á næsta ári og hvet ég allt dans og swing áhugafólk um að koma næst. Þið munið ekki sjá eftir því.
Kv
Eiríku