Listdansskóli Íslands
Allar upplesýngar um Listdansskóla Íslands sem talið er vera í dag besti ballettskóla landsins:
Um skólann
Stjórn Dansmenntar ehf, Listdansskóla Íslands, er skipuð Gunnari Jóhanni Birgissyni og Jónu Finnsdóttur. Hjálmar Ragnarsson er varamaður.
Í Listdansskóla Íslands er listdansnámi skipt í 10 samliggjandi stig: 7 stig á grunnsskólastigi (9-15 ára) og 3 stig á framhaldskólastigi (16-18 ára). Hvert stig tekur eitt ár. Skólaárinu er skipt í haust- og vorönn og kennsla hefst á sama tíma og kennsla í grunn- og framhaldsskólum ár hvert. Kennsluvikur eru 36 á ári.
Aðalnámsgreinar skólans eru samkvæmt kröfum aðalnámskrár menntamálaráðuneytisins á grunn- og framhaldsstigi: klassískur ballett, táskór, repertoire, pas de deux, nútímalistdans, spuni og snertispuni, jass (funk, hiphop, söngleikjadans), karakter, danssmíði, kóreografía, composition. Strákar í grunnskóladeild fá sérstaka strákatíma einu sinni í viku.
Hlutverk skólans
Nám í Listdansskóla Íslands hefur fyrst og fremst það markmið að mennta framtíðarlistdansara og nemendur sem vilja halda námi áfram á háskólastigi en mikilvægt er að þjálfa einnig nemendur sem stunda nám sér til ánægju. Nemendum er veitt kennsla í tæknilegum og listrænum greinum, skapandi færni og þeir fá tækifæri til að njóta sín á danssýningum. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum og líka í samvinnu með öðrum. Nemendur læra einnig að njóta lista, menningar og sögu listdansins í gegnum námi.
Listdansskólinn veitir nemendum aðstoð sem hyggjast halda áfram námi hérlendis eða erlendis eftir lok framhaldsskólastiga.
Saga skólans
Listdansskóli Íslands var stofnaður árið 1952 og þá undir hatti Þjóðleikhússins og hét þá Listdansskóli Þjóðleikhússins eða þar til 1990 að skólinn ásamt Íslenska dansflokknum slitu sig frá Þjóðleikhúsinu og fluttu að Engjateig 1. Þessar tvær stofnanir störfuðu síðan saman, Íslanski dansflokkurinn og Listdansskóli Íslands, þar til haustið 1997 að dansflokkurinn flutti í Borgarleikhúsið og þetta urðu tvær aðskildar stofnanir.
Fyrsti skólastjóri skólans var daninn Erik Bidsted. Hann var síðan ráðinn listdansstjóri Þjóðleikhússins og fylgdi það starfi listdansstjóra leikhússins að veita skólanum forstöðu þar til Íslenski dansflokkurinn var stofnaður árið 1973. Þá færðist listræn stjórnun dansflokksins yfir á herðar listdansstjóra leikhússins og um tíma hafði hann umsjón með listdansskólanum, dansflokknum og leikhúsinu. 1977 var Ingibjörg Björnsdóttir ráðin sem skólastjóri Listdansskólans og starfaði þar til árið 1997 er Örn Guðmundsson tók við. Árið 2006 var rekstri skólans breytt úr ríkisskóla í einkafyrirtækið, Dansmennt ehf., sem er í eign Listaháskóla Íslands. Núverandi skólastjóri er Lauren Hauser og framkvæmdastjóri Jóna Finnsdóttir.
Listdansskóli Íslands fékk viðurkenningu menntamálaráðuneytisins árið 2006 fyrir klassísk- og nútímabraut. Nemendur skólans geta fengið nám sitt í listdansi metað til stúdentspróf allt upp í 51 einingu. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur stofnað nýja listdansbraut til stúdentsprófs en nemendur LÍ fá nám í listdansi metið í flestum menntaskólum.
Aðstaða skólans
Kennslan fer fram í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Í skólanum eru 3 rúmgóðir salir, hátt til lofts og vítt til veggja. Gólf eru fjaðurmögnuð og eru því sérstaklega hönnuð svo þau gefi vel eftir í hoppum. Þau eru dúklögð með sérstökum dansdúk sem var endurnýjaður í sumar 2006. Í salnum eru einnig speglar og stangir fyrir bæði grunn- og framhaldsnemendur. Píanó, hljómflutningstæki og flatskjár með videó eru í öllum sölum. Dýnur eru einnig til staðar til að aðstoða nemendur í upphitunaræfingum og í Pilates tímum.
Í kjallara er bókasafn þar sem kennsla í listdanssögu fer fram. Nemendur á framhaldsstigi hafa aðgang að bókasafni og tölvu. Allir nemendur á framhaldsstiga geta fengið netfangið listdans.is hjá skólanum.
Í skólanum er búningsaðstaða fyrir kven- og karldansara, sturtur, gufubað og læstir skápar.
Einnig er æft á laugardögum í dansstúdíó Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu og dansstúdíói Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu.
Sýningar og keppnir
Listdansskóli Íslands heldur nemendasýningu í Borgarleikhúsinu hvert vor. Þar koma fram allir nemendur skólans. Auk þess er haldin óformleg sýning í skólanum í desember ár hvert fyrir aðstandendur. Fleiri tækifæri til að koma fram á sviði eru í boði fyrir nemandur skólans, til dæmis Unglist, sýningar Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur, skólakynningar og sýningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Tvisvar á ári er fyrirhuguð skipulögð helgarferð fyrir nemendur á framhaldsstigi. Nemendur fara út í náttúruna og vinna verkefni sem er sýnt síðar. Árið 2006-2007 var farið með N-3 og K-3 til ljósmenningahússins á Kolsstöðum í Borgarnesi. Afraksturinn var sýndur á Unglist í nóvember og í desember í skólanum. Steinunn Ketilsdóttir fór með nemendur.
Nemendur á klassískri braut í framhaldsdeild hafa möguleika á að taka þátt í ,,Stora Daldansen” sem er alþjóðleg danskeppni í Mora í Svíþjóð. Undankeppni er haldin í Reykjavík í feb/mars og 3-4 nemendur valdir til að fara. Birgitte Heide, fagstjóri og kennari á klassiskri braut fer með nemendum.
Nemendur á nútímabraut taka þátt í Assemble keppni eða sambærilegu samstarfsverkefni með erlendum skólum. Í janúar 2007 fór hópur N-3 til Hollands ásamt Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, fagstjóra og kennara á nútímabraut, og sýndu þar verk. Einnig var ferðin notuð til að fara á skólakynningu og skoða dansbraut í framhaldsskóla erlendis.
Meira um skólann hér: http://www.listdans.is/