Celestial Fury
Þar sem að tölvan hans Mola er í steyk og fjarveru hans frá Huga, auk þess sem að aumingja Gizzi er byrjaður að skæla út af aðgerðaleysi í þessum kubb, þá hef ég tekið þá ákvörðun að koma með stattana á uppáhaldssverðinu mínu í Baldur’s Gate II: Shadows of Amn, Celestial Fury.
*SPOILER*
Sverðið er hægt að finna á manni einum á annari hæð í húsi í Temple District sem er merkt sem “Guarded compound.” Ég mæli ekki með því að fólk fari að reyna að ná því fyrr en á ágætu leveli (13+) eða ef það hefur ekki reynsluna fyrir lægri level.
*SPOILER ENDS*
“Að betrumbæta katana með göldrum er langt frá því að vera einfalt, þar sem að slík vopn teljast nánast fullkomin bardagasverð. Til þess að betrumbæta slík vopn þarf yfirleitt að fórna einhverju, og algengt er að deyjandi samuraiar biðji Wu Yena um að færa stríðsanda þeirra yfir í anda sverðanna. Hver sá sem að notar katönu sem betrumbætt er með göldrum, eins og þessa sem umræðir, verður að virða siði Kara-Tur og samuraians sem að bar sverðið í bardaga. Að fara ekki eftir því getur valdið mikilli ólukku hjá hverjum þeim sem að hefur sverðið undir höndum.”
Svo hljóðar lýsingin sem fylgir Celestial Fury í Baldur’s Gate II: Shadows of Amn. Þess má geta að sama lýsing fylgir Katana +1, en það er allt annað mál. Sverðið sjálft er að mínu mati hrein snilld, sérstaklega þegar maður dual-wieldar því á Valygar ásamt Corthala Family Blade, en ég vil fá ykkar dóma um hvernig þetta sverð hefur reynst ykkur.
Eiginleikar sem falla hverjum þeim sem að heldur á sverðinu í hendur:
Lightning Strike: Einu sinni á dag
Blindness: Einu sinni á dag
Bardagaeiginleikar sem falla hverjum þeim sem að á sverðinu í hendur:
Booming Thunder í hvert skipti sem sverðið hittir andstæðing
(Rot, Save vs. Spell)
Líkur á Shocking Blow þegar sverðið hittir andstæðing
(5% líkur á 20 aukalega í eldingaskaða)
THAC0: +3 bónus
Skaði: 1D10 +3
Skaðatýpa: slashing
Þyngd: 3
Hraðastuðull: 1
Færnistýpa: Katana
Týpa: 1-hent
Þarfnast: 6 Strength
Ekki hægt að nota á:
Druid
Cleric
Mage